Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla Jörgen Ingimar Hansson skrifar 10. ágúst 2023 12:31 Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. Félítill aðili getur lent í því þegar í upphafi reksturs á dómsmáli að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði, það er að segja svokallaða málskostnaðartryggingu. Venjulega þarf sá sem tapar máli að greiða hinum aðilanum svokallaðan málskostnað sem yfirleitt hleypur á einhverjum milljónum króna. Til einskis er að krefja hinn fjárhagslega sterka um hið sama. Hann mun eiga auðvelt með að sýna fram á greiðslugetu sína. Einungis varnaraðili getur lagt fram kröfu um málskostnaðartryggingu og aðeins í upphafi málsrekstrar. Henni er ætlað að tryggja að sækjandi málsins muni örugglega greiða málskostnaðinn tapi hann málinu.Greiðslutrygging gengur út á það að sóknaraðili setji til dæmis fasteign að veði eða leggi dómsákvarðaða upphæð inn á reikning í vörslu dómsins sem þá er væntanlega að hluta eða alveg eign andstæðingsins fari málið honum í vil. Ef um sjálft aðalmálið (efnismálið) er að ræða getur tryggingin numið einhverjum milljónum króna. Sú upphæð er þá fryst allan þann tíma sem málareksturinn stendur yfir sem vel gæti verið nokkur ár. Viðkomandi er þá hindraður í að nota þá fjármuni á meðan. Ef hins vegar er um hluta máls að ræða, eins og til dæmis matsmál til umfjöllunar um einhvern hluta aðalmálsins, getur upphæðin frekar verið hundruðir þúsunda króna sem eru frystar í einhverja mánuði eða eitt ár. Setji stefnandi ekki tryggingu segir í lögunum að málinu skuli vísað frá dómi. Er þetta ekki réttlæti hins sterka eða eigum við í þessu tilfelli heldur að tala um hnefarétt? Ég fékk á sínum tíma lánað um tíu síðna plagg um málskostnaðartryggingu þar sem fram kom að tilgangurinn með lögunum hefði verið að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Vakti það athygli mína að ekkert dæmi var um að tryggingin hefði verið úrskurðuð af þeim orsökum, heldur einungis vegna þess að af einhverjum ástæðum hefði ekki verið talið öruggt að sá sem sótti málið væri borgunarmaður fyrir málskostnaðinum ef til hans kæmi. Þrátt fyrir það að venjan sé sú í dómsmálum að sá sem haldi einhverju fram sé sá sem sanna þurfi mál sitt voru þarna dæmi um hið gagnstæða, að sá sem krafan var gerð til yrði að sýna fram á að hann væri borgunarmaður. Samkvæmt því er niðurstaðan sú að raunverulegur tilgangur laganna hafi verið sá að hindra þá sem hafi lítið handa á milli í að fara í dómsmál eða gera þeim að minnsta kosti óskunda fyrir bragðið. Það ætla ég að minnsta kosti að sé afleiðing þeirra. Þarna setja Alþingi og dómskerfið þann staðal að það að eiga takmarkað fé sé það sama og að reka tilgangslaust mál. Hér bókstaflega verður að spyrja: Með þessar upplýsingar í huga er einhver þeirrar skoðunar að allir séu jafnir gagnvart lögunum óháð efnahag? Lögin virðast beinast að því að þeir sem eru best staddir í þjóðfélaginu geti varist hvers konar hatursmálsóknum hinna efnaminni. Engin lög eru til þess að vernda hina efnaminni fyrir hatursmálsóknum hinna efnameiri. Eftir því sem ég best get skilið á umfjöllun í fréttum hafði mál Samherja gegn starfsmönnum Seðlabankans þá náttúru. Hún var látin viðgangast árum saman án þess að nokkur gripi í taumana.Nú skulum við skoða aðeins löggeymslu og hvað hún þýðir. Henni er unnt að beita gegn aðila sem hefur tapað máli í undirrétti og fengið á sig dæmdan málskostnað en áfrýjar til efra dómstigs. Með henni er þó ekki unnt að koma beinlínis í veg fyrir áfrýjunina heldur er unnt að gera áfrýjandann gjaldþrota nema hann setji trygginguna. Ekki þarf fyrst að gera árangurslaust fjárnám eins og þörf er á í innheimtumálum og hægir mjög á framkvæmdinni heldur er gengið beint í gjaldþrotsgerðina að undangenginni meðferð hjá sýslumanni. Að því loknu, sem gæti tekið nokkra mánuði, missir sá, sem þessu er beitt gegn, forræði yfir sínum fjármálum með öllum þeim skaða sem það getur valdið. Hvort sem hann vinnur málið á efra dómsstigi eða ekki verður hann að gera upp sín mál og þá einnig við aðra kröfuhafa og væntanlega að greiða skiptastjóranum verulegt fé fyrir hans ómak þannig að þetta gæti verið mikill fjárhagslegur skaði, óháð niðurstöðu efra dómstigs. Sterk hefð er fyrir því hér á landi að sá sem lendir í fjárþurrð sleppi oftast sæmilega vel frá henni. Yfirleitt byggist það á því að enginn lánadrottinn sjái sér hag í því að gera viðkomandi gjaldþrota enda verður hann að greiða nokkur hundruð þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að gera það án þess að fá af því nokkurn ávinning umfram aðra kröfuhafa. Eftir því sem ég best veit þarf sá sem beitir löggeymslu aðeins að greiða brot af ofangreindri greiðslu fyrir að koma einhverjum í venjulegt gjaldþrot, jafnvel upphæð sem aðeins nemur tugum þúsunda.Sá sem beittur er löggeymslu en vinnur dómsmálið getur farið í skaðabótamál við þann sem hefur beitt því. Ég held reyndar að það sé varla raunhæft nema í mjög stóru máli þar sem miklir fjármunir eru í húfi, helst tugir milljóna, þannig að þau lög virðast aðeins sýndarmennska og virðist ágætt sýnidæmi um hvernig lögin eru sett, það er fyrir hinn sterka. Auðvitað á að leggja málskostnaðartryggingu og löggeymslu niður og þó fyrr hefði verið. Athyglisvert er að Alþingi setji svona lög og upplýsandi hvernig það fer með vald sitt gagnvart almenningi. Að minnsta kosti eru þessar lagasetningar og framkvæmd þeirra öllum til skammar sem komið hafa nálægt þeim án þess að vekja athygli á ósanngirninni í þeim. Tekið skal fram að fyllri lýsingu á málinu er að fá í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Að lokum þarf að spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómssölum. Ég tel að Alþingi og dómskerfið hafi séð til þess að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Alþingi Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð. Félítill aðili getur lent í því þegar í upphafi reksturs á dómsmáli að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði, það er að segja svokallaða málskostnaðartryggingu. Venjulega þarf sá sem tapar máli að greiða hinum aðilanum svokallaðan málskostnað sem yfirleitt hleypur á einhverjum milljónum króna. Til einskis er að krefja hinn fjárhagslega sterka um hið sama. Hann mun eiga auðvelt með að sýna fram á greiðslugetu sína. Einungis varnaraðili getur lagt fram kröfu um málskostnaðartryggingu og aðeins í upphafi málsrekstrar. Henni er ætlað að tryggja að sækjandi málsins muni örugglega greiða málskostnaðinn tapi hann málinu.Greiðslutrygging gengur út á það að sóknaraðili setji til dæmis fasteign að veði eða leggi dómsákvarðaða upphæð inn á reikning í vörslu dómsins sem þá er væntanlega að hluta eða alveg eign andstæðingsins fari málið honum í vil. Ef um sjálft aðalmálið (efnismálið) er að ræða getur tryggingin numið einhverjum milljónum króna. Sú upphæð er þá fryst allan þann tíma sem málareksturinn stendur yfir sem vel gæti verið nokkur ár. Viðkomandi er þá hindraður í að nota þá fjármuni á meðan. Ef hins vegar er um hluta máls að ræða, eins og til dæmis matsmál til umfjöllunar um einhvern hluta aðalmálsins, getur upphæðin frekar verið hundruðir þúsunda króna sem eru frystar í einhverja mánuði eða eitt ár. Setji stefnandi ekki tryggingu segir í lögunum að málinu skuli vísað frá dómi. Er þetta ekki réttlæti hins sterka eða eigum við í þessu tilfelli heldur að tala um hnefarétt? Ég fékk á sínum tíma lánað um tíu síðna plagg um málskostnaðartryggingu þar sem fram kom að tilgangurinn með lögunum hefði verið að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Vakti það athygli mína að ekkert dæmi var um að tryggingin hefði verið úrskurðuð af þeim orsökum, heldur einungis vegna þess að af einhverjum ástæðum hefði ekki verið talið öruggt að sá sem sótti málið væri borgunarmaður fyrir málskostnaðinum ef til hans kæmi. Þrátt fyrir það að venjan sé sú í dómsmálum að sá sem haldi einhverju fram sé sá sem sanna þurfi mál sitt voru þarna dæmi um hið gagnstæða, að sá sem krafan var gerð til yrði að sýna fram á að hann væri borgunarmaður. Samkvæmt því er niðurstaðan sú að raunverulegur tilgangur laganna hafi verið sá að hindra þá sem hafi lítið handa á milli í að fara í dómsmál eða gera þeim að minnsta kosti óskunda fyrir bragðið. Það ætla ég að minnsta kosti að sé afleiðing þeirra. Þarna setja Alþingi og dómskerfið þann staðal að það að eiga takmarkað fé sé það sama og að reka tilgangslaust mál. Hér bókstaflega verður að spyrja: Með þessar upplýsingar í huga er einhver þeirrar skoðunar að allir séu jafnir gagnvart lögunum óháð efnahag? Lögin virðast beinast að því að þeir sem eru best staddir í þjóðfélaginu geti varist hvers konar hatursmálsóknum hinna efnaminni. Engin lög eru til þess að vernda hina efnaminni fyrir hatursmálsóknum hinna efnameiri. Eftir því sem ég best get skilið á umfjöllun í fréttum hafði mál Samherja gegn starfsmönnum Seðlabankans þá náttúru. Hún var látin viðgangast árum saman án þess að nokkur gripi í taumana.Nú skulum við skoða aðeins löggeymslu og hvað hún þýðir. Henni er unnt að beita gegn aðila sem hefur tapað máli í undirrétti og fengið á sig dæmdan málskostnað en áfrýjar til efra dómstigs. Með henni er þó ekki unnt að koma beinlínis í veg fyrir áfrýjunina heldur er unnt að gera áfrýjandann gjaldþrota nema hann setji trygginguna. Ekki þarf fyrst að gera árangurslaust fjárnám eins og þörf er á í innheimtumálum og hægir mjög á framkvæmdinni heldur er gengið beint í gjaldþrotsgerðina að undangenginni meðferð hjá sýslumanni. Að því loknu, sem gæti tekið nokkra mánuði, missir sá, sem þessu er beitt gegn, forræði yfir sínum fjármálum með öllum þeim skaða sem það getur valdið. Hvort sem hann vinnur málið á efra dómsstigi eða ekki verður hann að gera upp sín mál og þá einnig við aðra kröfuhafa og væntanlega að greiða skiptastjóranum verulegt fé fyrir hans ómak þannig að þetta gæti verið mikill fjárhagslegur skaði, óháð niðurstöðu efra dómstigs. Sterk hefð er fyrir því hér á landi að sá sem lendir í fjárþurrð sleppi oftast sæmilega vel frá henni. Yfirleitt byggist það á því að enginn lánadrottinn sjái sér hag í því að gera viðkomandi gjaldþrota enda verður hann að greiða nokkur hundruð þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að gera það án þess að fá af því nokkurn ávinning umfram aðra kröfuhafa. Eftir því sem ég best veit þarf sá sem beitir löggeymslu aðeins að greiða brot af ofangreindri greiðslu fyrir að koma einhverjum í venjulegt gjaldþrot, jafnvel upphæð sem aðeins nemur tugum þúsunda.Sá sem beittur er löggeymslu en vinnur dómsmálið getur farið í skaðabótamál við þann sem hefur beitt því. Ég held reyndar að það sé varla raunhæft nema í mjög stóru máli þar sem miklir fjármunir eru í húfi, helst tugir milljóna, þannig að þau lög virðast aðeins sýndarmennska og virðist ágætt sýnidæmi um hvernig lögin eru sett, það er fyrir hinn sterka. Auðvitað á að leggja málskostnaðartryggingu og löggeymslu niður og þó fyrr hefði verið. Athyglisvert er að Alþingi setji svona lög og upplýsandi hvernig það fer með vald sitt gagnvart almenningi. Að minnsta kosti eru þessar lagasetningar og framkvæmd þeirra öllum til skammar sem komið hafa nálægt þeim án þess að vekja athygli á ósanngirninni í þeim. Tekið skal fram að fyllri lýsingu á málinu er að fá í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Að lokum þarf að spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómssölum. Ég tel að Alþingi og dómskerfið hafi séð til þess að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun