Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:16 Mikill fjöldi hefur alltaf sótt Hvanneyrarhátíðina í gegnum árin og skemmt sér vel. Aðsend Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend
Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira