Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2023 21:30 Vegan búðin hefur verið sögð stærsta vegan dagvörubúð heims. Vísir/Vilhelm Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum. Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum.
Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira