Mbappé sagður ræða nýjan samning við PSG eftir óvænta U-beygju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2023 12:30 Kylian Mbappe og Nasser Al-Khelaifi virðast vera orðnir vinir á nýjan leik. Getty/Antonio Borga Kylian Mbappé mætti brosandi á æfingu með félögum sínum í Paris Saint Germain í gær eftir að hafa áður verið bannað að æfa með aðalliðinu. Um tíma leit út fyrir að Mbappé myndi jafnvel ekkert spila með franska liðinu í vetur af því að franski framherjinn vildi ekki framlengja samning sinn og fara frítt næsta sumar. Kylian Mbappe! pic.twitter.com/B10Nl7TXFG— RVCJ Media (@RVCJ_FB) August 13, 2023 Forráðamenn hótað vissulega hótað því að geyma hann í frystikistunni í allan vetur og þeir fóru síðan að tala um að ef hann færi frítt þá þyrfti félagið að selja leikmenn hans vegna. Eitthvað hefur gerst í málum Mbappé á síðustu dögum því hann var óvænt mættur á æfingu eftir að hafa fylgst með félögum sínum í stúkunni kvöldið áður. Mbappé hafði staðið fastur á sínu í margar vikur en nú er komið annað hljóð í skrokkinn. Nú segja heimildarmenn ESPN nefnilega að Mbappé sé ekki aðeins byrjaður að æfa aftur með aðalliði PSG heldur sé hann einnig kominn i viðræður um að framlengja samning sinn við félagið. Það myndi þýða að hann kæmist ekki á frjálsri sölu til Real Madrid næsta sumar. Franska stórblaðið L'Équipe segir að Mbappé hafi lofað PSG að fara ekki frítt frá félaginu. | Kylian Mbappe to PSG: I promise I will not leave for free. @lequipe pic.twitter.com/EMf8VP95lr— Madrid Xtra (@MadridXtra) August 13, 2023 Parísarliðið hefur þegar misst Lionel Messi, er við það að selja Neymar til Sádí Arabíu og er svo líka án Mbappé. Það sást í markalausu jafntefli á móti Lorient í fyrsta leik. Mbappé hefur æft með leikmönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Julian Draxler og Leandro Paredes sem allir eiga það sameiginlegt að vera á sölulista félagsins. Mál Mbappé er aftur farið að minna á það þegar hann framlengdi síðast við Parísarfélagið eftir mikla pressu frá öllum, þar á meðal franska forsætisráðherranum. Real Madrid draumurinn verður því kannski ekki að veruleika næsta sumar eins og flestir héldu. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Um tíma leit út fyrir að Mbappé myndi jafnvel ekkert spila með franska liðinu í vetur af því að franski framherjinn vildi ekki framlengja samning sinn og fara frítt næsta sumar. Kylian Mbappe! pic.twitter.com/B10Nl7TXFG— RVCJ Media (@RVCJ_FB) August 13, 2023 Forráðamenn hótað vissulega hótað því að geyma hann í frystikistunni í allan vetur og þeir fóru síðan að tala um að ef hann færi frítt þá þyrfti félagið að selja leikmenn hans vegna. Eitthvað hefur gerst í málum Mbappé á síðustu dögum því hann var óvænt mættur á æfingu eftir að hafa fylgst með félögum sínum í stúkunni kvöldið áður. Mbappé hafði staðið fastur á sínu í margar vikur en nú er komið annað hljóð í skrokkinn. Nú segja heimildarmenn ESPN nefnilega að Mbappé sé ekki aðeins byrjaður að æfa aftur með aðalliði PSG heldur sé hann einnig kominn i viðræður um að framlengja samning sinn við félagið. Það myndi þýða að hann kæmist ekki á frjálsri sölu til Real Madrid næsta sumar. Franska stórblaðið L'Équipe segir að Mbappé hafi lofað PSG að fara ekki frítt frá félaginu. | Kylian Mbappe to PSG: I promise I will not leave for free. @lequipe pic.twitter.com/EMf8VP95lr— Madrid Xtra (@MadridXtra) August 13, 2023 Parísarliðið hefur þegar misst Lionel Messi, er við það að selja Neymar til Sádí Arabíu og er svo líka án Mbappé. Það sást í markalausu jafntefli á móti Lorient í fyrsta leik. Mbappé hefur æft með leikmönnum eins og þeim Georginio Wijnaldum, Julian Draxler og Leandro Paredes sem allir eiga það sameiginlegt að vera á sölulista félagsins. Mál Mbappé er aftur farið að minna á það þegar hann framlengdi síðast við Parísarfélagið eftir mikla pressu frá öllum, þar á meðal franska forsætisráðherranum. Real Madrid draumurinn verður því kannski ekki að veruleika næsta sumar eins og flestir héldu.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira