Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm átti að vera lokið um síðustu áramót. Svona er staðan í dag. Vísir/Vilhelm Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00