Lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 16:53 Suðurbrúnin við Miklagljúfur. Wyatt Kaufmann datt niður í gljúfrið af norðurbrúninni. EPA/Tatyana Zenkovich/Twitter Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur í Arizona á þriðjudag. Hann hafði sest á hækjur sér til að vera ekki fyrir á ljósmyndum ferðamanna þegar hann féll aftur á bak niður í gljúfrið. Tugir björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna falls hins þrettán ára Wyatt Kauffman og tóku þær tvo klukkutíma. Starfsmenn þjóðgarðsins við Miklagljúfur komust að endingu Kauffman og þurftu þeir síðan að síga niður með hann þar sem ekki var mögulegt að koma þyrlu að slysstaðnum. Kauffman var flogið á spítala og kom þar í ljós að hann var með sprungur í níu hryggjarliðum, sprungið milta, brotna hönd og samfall á lunga. Hins vegar hefur hann nú verið útskrifaður af spítala. Vildi ekki vera fyrir og missti jafnvægið Wyatt sagði í samtali við fréttastöðvar Í Phoenix að hann hefði verið að reyna að færa sig frá svo fólk gæti tekið myndir af gljúfrinu. Hann hafi farið á fjóra fætur og gripið í stein með annarri hendi. Hann hafi þá misst takið og dottið aftur fyrir sig. Hann sagði í samtali við fréttastöðina KPNX í Phoenix að hann myndi ekki neitt sem gerðist eftir að hann datt. „Ég man bara eftir því að vakna aftur í sjúkrabíl og í þyrlu og að vera fluttur upp í flugvél til að koma hingað,“ sagði hann einnig. Brian Kauffmann, faðir Wyatt, sem var á heimili þeirra í Norður-Dakóta þegar slysið átti sér stað, sagðist mjög þakklátur fyrir viðbragðsaðila. „Við erum bara heppin að fara með drenginn okkar heim í framsæti bílsins frekar en í boxi,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Tugir björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna falls hins þrettán ára Wyatt Kauffman og tóku þær tvo klukkutíma. Starfsmenn þjóðgarðsins við Miklagljúfur komust að endingu Kauffman og þurftu þeir síðan að síga niður með hann þar sem ekki var mögulegt að koma þyrlu að slysstaðnum. Kauffman var flogið á spítala og kom þar í ljós að hann var með sprungur í níu hryggjarliðum, sprungið milta, brotna hönd og samfall á lunga. Hins vegar hefur hann nú verið útskrifaður af spítala. Vildi ekki vera fyrir og missti jafnvægið Wyatt sagði í samtali við fréttastöðvar Í Phoenix að hann hefði verið að reyna að færa sig frá svo fólk gæti tekið myndir af gljúfrinu. Hann hafi farið á fjóra fætur og gripið í stein með annarri hendi. Hann hafi þá misst takið og dottið aftur fyrir sig. Hann sagði í samtali við fréttastöðina KPNX í Phoenix að hann myndi ekki neitt sem gerðist eftir að hann datt. „Ég man bara eftir því að vakna aftur í sjúkrabíl og í þyrlu og að vera fluttur upp í flugvél til að koma hingað,“ sagði hann einnig. Brian Kauffmann, faðir Wyatt, sem var á heimili þeirra í Norður-Dakóta þegar slysið átti sér stað, sagðist mjög þakklátur fyrir viðbragðsaðila. „Við erum bara heppin að fara með drenginn okkar heim í framsæti bílsins frekar en í boxi,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira