„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 10:26 Steinunn segist fegin að hafa bara smakkað eitt ber. Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. „Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi. Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi.
Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira