Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.

Dómsmálaráðherra telur ný útlendingalög vera að virka og ítrekar að flóttafólki sem hefur fengi lokasynjun í kerfinu beri að fara af landi brott. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að velta flóttamönnum sem hafa verið þjónustusviptir yfir á sveitarfélögin - sem félagsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ættu að aðstoða.

Rætt verður við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Píratar undirbúa nú lagabreytingartillögu til að fella út ákvæði í nýjum útlendingalögum sem heimilar að svipta flóttafólk þjónustu. Þangað til telja þau rétt að ráðherra hvetji til þess að ákvæðinu verði ekki áfram beitt.

Náttúruvársérfræðingur segir erfitt að meta til um hvenær eða hvort það komi til eldgoss í Öskju á næstunni. Rólegt hafi verið á svæðinu síðasta sólarhring. Stöðufundur verði haldinn í dag.

Olga Carmona reyndist hetja Spánverja er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri gegn Svíum í undanúrslitum HM kvenna í knattspyrnu í Nýja Sjálandi í morgun. Spánverjar eru því á leið í úrslit, en öll mörk leiksins voru skoruð á seinustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×