Eru allir með smá ADHD? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 15:31 Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun