Látum þau borða gaslýsingar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. ágúst 2023 07:31 „Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Halldór Auðar Svansson Píratar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, í viðtali um framkvæmd nýrra útlendingalaga sem nú hafa tekið gildi, með þeim afleiðingum að meðal annars mansalsþolendum var mokað út á götuna með þeim skilaboðum að staða þeirra kæmi opinberum aðilum ekki lengur nokkuð við. Að sjálfsögðu er þetta alveg rétt hjá Guðrúnu og þetta hefur alltaf verið rétt. Markmiðið með því taka þessa þjónustu af fólki sem hefur fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd er að neyða það til að sýna samstarfsvilja í því að fara úr landi og vitaskuld myndi það vinna gegn þessu markmiði ef einhver annar aðili myndi stíga inn í og veita þessa þjónustu. Þá væri enginn tilgangur með þessari lagabreytingu. Þingmenn úr stjórnarandstöðu bentu ítrekað á þetta augljósa atriði í umræðum um frumvarpið og þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru heldur ekkert feimin við að segja þetta hreint út á sínum tíma. Hlutverk fulltrúa Vinstri grænna var hins vegar annað. Það fólst í því að reyna að blekkja þingheim (þar með talið sig sjálf?) með yfirlýsingum um að auðvitað myndi þessi svipting í raun ekki hafa teljandi áhrif á nokkra manneskju. Þar má taka sem dæmi ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „En varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk. Það er mat félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að 15. gr. félagsþjónustulaganna grípi fólk.“ Nýjasta gaslýsingin er síðan sú pæling Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að fá lögfræðiálit til að reyna að bjarga fólkinu sem þessi lagabreyting hefur hrakið út á götuna. Eins og þessi framkvæmd komi bara eins og einhver þruma úr heiðskíru lofti. Eins og þingmenn stjórnarandstöðu sem og margvísleg mannréttindasamtök hafi ekki varað ítrekað við því á þinginu að þetta væri í skásta falli mjög vafasamt og að það væri óráðlegt að fara út í þessa sviptingu án þess að framkvæma mat á því hvernig þetta stæðist stjórnarskrá og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Eins og fulltrúar stjórnarflokkanna hafi ekki meðvitað hafnað því að láta framkvæma slíkt mat. Eins og framkvæmdavaldið og allir ráðherrar hafi síðan alveg augljóslega gert nákvæmlega ekkert til að undirbúa framkvæmd laganna með öðrum hætti en því að láta henda fólki á götuna án þess að nokkuð tæki við. Og - enn og aftur – eins og það hafi ekki legið skýrt fyrir af hálfu fulltrúa flokksins sem vildi fá þessi lög í gegn að markmiðið með þeim væri nákvæmlega þetta. Nú má hafa alls konar skoðanir á þeirri forgangsröðun að atast í fáeinum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið höfnun en kjósa samt sem áður að hírast í þröngum húsakosti á lágmarksframfærslu án atvinnuleyfis, jafnvel í fleiri ár. Á þeirri stefnu að líta á það sem mikið prinsippmál að gera líf þessa fólks að nægilega miklu helvíti til að það geri það sem það greinlega vill alls, alls ekki gera - yfirgefi landið. Á því kaldlyndi að líta á ítrekaðan skort á ‘samstarfsvilja’ sem rosalega ósvífni sem taka þurfi á með stálhnefa, í stað þess að sjá það sem skýrt merki um algjöra örvæntingu. Á þeirri orðræðu að það sé þetta fólk sem er að valda mesta vandanum í þessu kerfi og að skjólstæðingar þessa kerfis almennt séu mesta vandamálið í samfélaginu í dag. Á þeim einstrengingshætti að geta alls ekki séð fyrir sér einhverjar aðrar lausnir fyrir allavega einhvern hluta þessa hóps, til dæmis fyrir þann hluta sem hefur ílengst hérna lengi og hefur þá augljóslega lítið til að hverfa aftur til einhvers staðar annars staðar, eða fyrir mansalsþolendur frá Nígeríu. Það er líka hægt að kjósa með þessu eða á móti því. En vitiði hvað. Það er þó allavega hægt að hafa skoðanir og kjósa á réttum forsendum þegar þetta liggur allt saman skýrt fyrir og er sagt beint út. Þegar heill flokkur tekur hins vegar að sér gaslýsingarhlutverk, þegar hann sér það sem sitt helsta hlutverk í stjórnarsamstarfi að láta eins og það sem er verið að gera sé í raun ekki það sem er verið að gera, þá er ekkert hægt annað en að fórna höndum og benda kurteisislega á að fólkið sem er núna, algjörlega fyrirsjáanlega, komið á götunna vegna samþykktar þessara nýju ólaga getur trauðla lifað á gaslýsingum - hversu brúklegar sem gaslýsingar eru til annarra hluta. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar