Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 07:47 Þau Orlin Roussev, Katrin Ivanova og Bizer Dzhambazov voru öll handtekin vegna gruns um njósnir og brot á lögum um ríkisleyndarmál. BBC/Facebook/LinkedIn Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum. Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum.
Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira