Neymar segist vilja endurskrifa íþróttasöguna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2023 07:29 Neymar er mættur til Al-Hilal í sádiarabísku deildinni frá PSG til að endurskrifa íþróttasöguna. Jean Catuffe/Getty Images Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk í gær í raðir sádiarabíska liðsins Al-Hilal frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Hann segist vilja prófa sig fyrir utan Evrópu og um leið eiga þátt í því að endurskrifa íþróttasöguna. Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum. Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Al-Hilal greiðir um níutíu milljónir evra fyrir Neymar, en það samsvarar um þrettán milljörðum króna. Það er þó ekki kaupverðið sem vekur mesta athygli við samning leikmannsins við liðið, heldur eru það launin og fríðindin sem fylgja þeim. Neymar segist þó ekki vera að þessu fyrir peningana og fríðindin. Hann hafi einfaldlega viljað prófa sig fyrir utan Evrópu og finna sér nýja áskorun. „Ég er búinn að afreka mikið í Evrópu og hef notið tímans hér, en ég hef alltaf viljað vera alþjóðlegur leikmaður og prófa mig með nýjum áskorunum og tækifærum á nýjum stöðum,“ sagði Neymar. Neymar, sem er 31 árs gamall, varð árið 2017 dýrasti leikmaður heims þegar PSG festi kaup á honum frá Barcelona. Parísarliðið greiddi þá um 220 milljónir evra fyrir leikmanninn. Neymar virðist þó ekki lengur vera inni í myndinni hjá PSG og var hann ekki í hóp þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Lorient í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu helgi. „Ég vil endurskrifa íþróttasöguna og sádiarabíska deildin býr yfir mikilli orku og frábærum leikmönnum á þessum tímabunkti,“ bætti Neymar við. „Ég er búinn að heyra mikið og hef komist að því að ég er að fylgja í fótspor margra brasilískra leikmanna sem hafa spilað í Sádi-Arabíu í gegnum árin, þannig að ég hef trú á því að ég sé kominn á réttan stað,“ sagði Neymar að lokum.
Sádiarabíski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira