Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Umsóknarfrestur rann út 15. júní en nýr forstjóri á að taka við 1. september 2023.
„Það fer fljótlega að draga til tíðinda,“ segir í svarinu.

Embættið var auglýst laust til umsóknar í maí eftir að Óskar Reykdalsson, sem hefur verið forstjóri síðustu fjögur ár, tilkynnti að hann hygðist ekki sækjast eftir endurráðningu.
Sex sóttu um stöðuna, þar á meðal Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga.
Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:
- Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
- Nanna Sigríður Kristinsdóttir, heimilislæknir
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga
- Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
- Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála