Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 11:13 Gordon Brown, sendifulltrí SÞ í menntamálum og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AP/Bebeto Matthews Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera. Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Talibanar hrifsuðu völdin í Afganistan fyrir tveimur árum. Þeir hafa síðan framfylgt strangri túlkun á íslömskum sjaríalögum, Samkvæmt henni er stúlkum bannað að mennta sig frekar eftir að grunnskólanámi lýkur. Konum er jafnframt bannað að vinna flest störf. Gordon Brown, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum, fordæmdi talibanastjórnina á blaðamannafundi í dag. Sakaði hann þá um að bera ábyrgð á „smánarlegustu, grimmdarlegustu og óverjandi brotum á réttindum kvenna og stúlkna í heiminum í dag“. Sagðist Brown hafa sent Karim Khan, saksóknara við Alþjóðlega sakamáladómstólinn, lögfræðiálit þess efnis að mannréttindabrotin á afgönskum konum og stúlkum ættu að teljast glæpur gegn mannkyninu. Dómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir þau. Þá hvatti Brown ríki þar sem múslimar eru í meirihluta til þess að senda sendinefnd klerka til Kandahar, heimaborgar Hibatullah Akhundzada, æðsta leiðtoga talibana, til þess að gera honum ljóst að bann við menntun kvenna og atvinnu eigi sér enga stoð í Kóraninum og íslam. Talibanar hafa þó látið gagnrýni á stöðu kvenna í Afganistan sér sem vind um eyru þjóta. Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði AP-fréttastofunni að engar breytingar væru í vændum. Stjórn þeirra væri jafnframt komin til að vera.
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira