Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 08:43 George Santos á yfir höfði sér réttarhöld fyrir ýmis konar svik og blekkingar. Nú er fyrrverandi aðstoðarmaður hans ákærður fyrir að svíkja út framlög til framboðs Santos. AP/J. Scott Applewhite Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. Saksóknarar í New York ákærðu Sam Miele fyrir fjársvik og fyrir að villa á sér heimildir í þeim tilgangi að svindla á þeim sem létu fé af hendi rakna og safna fé fyrir Santos á fölskum forsendum. Miele hafi notað nafn háttsetts aðstoðarmanns fulltrúadeildarþingmanns í leiðtogastöðu og falskt tölvupóstfang til þess að látast vera hann. AP-fréttastofan segir að maðurinn sem Miele lést vera sé ekki nafngreindur í ákærunni. Staðreyndir málsins passi hins vegar við fréttir fjölmiðla um að hann sé Dan Meyer, fyrrverandi skrifstofustjóri Kevins McCarthy, núverandi forseta fulltrúadeildarinnar sem var þá leiðtogi Repúblikanaflokksins í minnihlutanum. Miele, sem neitaði sök í gær, er sakaður um að hafa sent falskar beiðnir um fjárframlög til á annan tug mögulegra styrktaraðila flokksins frá ágúst til desember 2021. Undir skeytin skrifaði hann stundum fullt nafn og titil Meyer. Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið.J. Scott Applewhite/AP Sagður hafa viðurkennt svikin í bréfi Saksóknarar halda því fram að Miele hafi viðurkennt svikin við Santos í bréfi í september í fyrra. Hann hafi fengið fimmtán prósent þóknun af hverju framlagi sem hann aflaði. Skrifstofa McCarthy segist hafa fengið veður af málinu í ágúst árið 2021. Meintir glæpir Miele áttu sér stað að hluta til á sama tímabili og þeir sem Santos er sjálfur ákærður fyrir. Santos er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti, að svíkja út atvinnuleysisbætur og að ljúga að Bandaríkjaþingi. Hann er einnig ákærður fyrir að stela fjármunum úr kosningasjóði sínum til persónulegrar neyslu. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og hafa því látið það vera að þrýsta á Santos að segja af sér. Santos var á meðal nokkurra frambjóðenda flokksins sem náðu að sigra í kjördæmum í New York þar sem demókratar vinna oftar en ekki. Á meðan á framboði Santos til Bandaríkjaþings stóð laug hann á yfirgripsmikinn hátt um nær allt sem tengdist lífshlaupi sínu. Lýsti hann sjálfum sér sem auðugum kaupahéðni af Wall Street þegar staðreyndin var sú að hann átti erfitt með að greiða húsaleigu og hafði unnið fyrir fyrirtæki sem var sakað um að reka svokallaða Ponzi-svikamyllu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöld yfir Santos fara fram. Hann segist ætla að halda ótrauður áfram með framboð sitt til endurkjörs á næsta ári, að sögn Washington Post. Bandaríkin Erlend sakamál Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Saksóknarar í New York ákærðu Sam Miele fyrir fjársvik og fyrir að villa á sér heimildir í þeim tilgangi að svindla á þeim sem létu fé af hendi rakna og safna fé fyrir Santos á fölskum forsendum. Miele hafi notað nafn háttsetts aðstoðarmanns fulltrúadeildarþingmanns í leiðtogastöðu og falskt tölvupóstfang til þess að látast vera hann. AP-fréttastofan segir að maðurinn sem Miele lést vera sé ekki nafngreindur í ákærunni. Staðreyndir málsins passi hins vegar við fréttir fjölmiðla um að hann sé Dan Meyer, fyrrverandi skrifstofustjóri Kevins McCarthy, núverandi forseta fulltrúadeildarinnar sem var þá leiðtogi Repúblikanaflokksins í minnihlutanum. Miele, sem neitaði sök í gær, er sakaður um að hafa sent falskar beiðnir um fjárframlög til á annan tug mögulegra styrktaraðila flokksins frá ágúst til desember 2021. Undir skeytin skrifaði hann stundum fullt nafn og titil Meyer. Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið.J. Scott Applewhite/AP Sagður hafa viðurkennt svikin í bréfi Saksóknarar halda því fram að Miele hafi viðurkennt svikin við Santos í bréfi í september í fyrra. Hann hafi fengið fimmtán prósent þóknun af hverju framlagi sem hann aflaði. Skrifstofa McCarthy segist hafa fengið veður af málinu í ágúst árið 2021. Meintir glæpir Miele áttu sér stað að hluta til á sama tímabili og þeir sem Santos er sjálfur ákærður fyrir. Santos er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti, að svíkja út atvinnuleysisbætur og að ljúga að Bandaríkjaþingi. Hann er einnig ákærður fyrir að stela fjármunum úr kosningasjóði sínum til persónulegrar neyslu. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og hafa því látið það vera að þrýsta á Santos að segja af sér. Santos var á meðal nokkurra frambjóðenda flokksins sem náðu að sigra í kjördæmum í New York þar sem demókratar vinna oftar en ekki. Á meðan á framboði Santos til Bandaríkjaþings stóð laug hann á yfirgripsmikinn hátt um nær allt sem tengdist lífshlaupi sínu. Lýsti hann sjálfum sér sem auðugum kaupahéðni af Wall Street þegar staðreyndin var sú að hann átti erfitt með að greiða húsaleigu og hafði unnið fyrir fyrirtæki sem var sakað um að reka svokallaða Ponzi-svikamyllu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöld yfir Santos fara fram. Hann segist ætla að halda ótrauður áfram með framboð sitt til endurkjörs á næsta ári, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Erlend sakamál Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53
Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. 10. maí 2023 13:54
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53