Spjallþáttastjórnandinn Parkinson látinn Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 09:56 Michael Parkinson á viðburði í Ástralíu árið 2009. Vísir/EPA Breski spjallþáttastjórnandinn Michael Parkinson er látinn, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma. Fjölskylda Parkinson segir að hann hafi látist eftir skammvinn veikindi. Hann hafi hlotið friðsælt andlát heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar í gærkvöldi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrsti spjallþáttur Parkinson hóf göngu sína hjá BBC árið 1971 og var bandaríska djasssöngkonan Marion Montgomery fyrsti gestur hans. Þáttaröðin taldi hundruð þátta og gekk í ellefu ár. Parkinson tók þráðinn upp að nýju með þáttinn sem var kenndur við hann árið 1998. Sjálfur áætlaði Parkinson að hann hefði rætt við fleiri en tvö þúsund gesti á ferlinum. Af mörgum góðum eins og Elton John, Madonnu og Helen Mirren fannst Parkinson að bandaríska hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali hefði staðið uppi sem viðmælandi. „Michael var konungur spjallþáttanna og hann skilgreindi formið fyrir alla þá kynna og þætti sem komu á eftir. Hann tók viðtöl við stærstu stjörnur 20. aldarinnar og gerð það á hátt sem hélt almenningi hugföngnum. Michael var ekki bara frábær í að spyrja spurninga heldur var hann líka stórkostlegur hlustandi,“ sagði Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, um Parkinson að honum látnum. Parkinson var aðlaður árið 2008 Fjölmiðlar Andlát Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Fjölskylda Parkinson segir að hann hafi látist eftir skammvinn veikindi. Hann hafi hlotið friðsælt andlát heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar í gærkvöldi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrsti spjallþáttur Parkinson hóf göngu sína hjá BBC árið 1971 og var bandaríska djasssöngkonan Marion Montgomery fyrsti gestur hans. Þáttaröðin taldi hundruð þátta og gekk í ellefu ár. Parkinson tók þráðinn upp að nýju með þáttinn sem var kenndur við hann árið 1998. Sjálfur áætlaði Parkinson að hann hefði rætt við fleiri en tvö þúsund gesti á ferlinum. Af mörgum góðum eins og Elton John, Madonnu og Helen Mirren fannst Parkinson að bandaríska hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali hefði staðið uppi sem viðmælandi. „Michael var konungur spjallþáttanna og hann skilgreindi formið fyrir alla þá kynna og þætti sem komu á eftir. Hann tók viðtöl við stærstu stjörnur 20. aldarinnar og gerð það á hátt sem hélt almenningi hugföngnum. Michael var ekki bara frábær í að spyrja spurninga heldur var hann líka stórkostlegur hlustandi,“ sagði Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, um Parkinson að honum látnum. Parkinson var aðlaður árið 2008
Fjölmiðlar Andlát Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira