Innlent

Próf­laus og ölvaður með far­þega í skottinu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Voru þeir handteknir og færðir til blóðsýnatöku.
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Voru þeir handteknir og færðir til blóðsýnatöku. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkra ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi. Voru þeir handteknir og færðir til blóðsýnatöku.

Í eitt skiptið reyndist ökumaður bæði vera undir áhrifum og próflaus. Þá var bíll hans fullsetinn auk tveggja farþega sem reyndu að fela sig í skottinu.

Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um líkamsárás en ekki kemur fram hvar eða hvernig rannsókn á því miðar áfram.

Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir. Í Múlunum barst tilkynning um grunsamlega menn og skemmdarverk. Í Breiðholtinu barst einnig tilkynning um grunsamlegar mannaferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×