Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 07:17 Yfirmaður almannavarna á Maui, Herman Andaya, hefur sagt af sér í skugga skandals. AP/Mike Householder Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra. Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra.
Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11