Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 07:17 Yfirmaður almannavarna á Maui, Herman Andaya, hefur sagt af sér í skugga skandals. AP/Mike Householder Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra. Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra.
Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11