Hótar því að hætta að halda með Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:24 Sjónvarpskonan Rachel Riley er stuðningsmaður Manchester United en hótar því nú að hætta að halda með félaginu. gETTY/Chris Brunskill Enska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley ætlar að hætta að styðja Manchester United ef félagið leyfir Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi eftir að þetta kom fram í fjölmiðlum. Television presenter Rachel Riley says she will stop supporting Manchester United if forward Mason Greenwood stays at the club.— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2023 Ákærurnar voru aftur á móti felldar niður fyrr á árinu en Manchester United hélt áfram sinni eigin rannsókn. Á miðvikudaginn fréttist af því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og það lak út að Greenwood fengi líklega að spila aftur með félaginu. Sjónvarpskonan Rachel Riley tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X og skrifaði þar að hún gæti ekki haldið áfram að halda með Manchester United ef framherjinn verði áfram hjá félaginu. Riley er með meistaragráðu í stærðfræði frá Oxford-háskóla og er þekkt fyrir þátttöku sína í þáttunum Countdown og 8 Out of 10 Cats Does Countdown. Hún hefur sömuleiðis verið þátttakandi í dansþáttunum Strictly Come Dancing. „Þegar kemur að ofbeldi gegn stelpum og konum þá er aðeins eitt prósent kæra sem enda með dómi. Við höfum öll séð og heyrt nóg. Að láta sem að þetta sé í lagi er stór hluti af vandamálinu,“ skrifaði Rachel Riley. „Það yrði skelfilegt fyrir klúbbinn að gera sitt í að viðhalda þessari menningu og sópa þessu undir teppið. Með því sendir félagið skilaboð til ofbeldismanna út um allt að þeir geti haldið áfram slíkri hegðun án eftirmála,“ skrifaði Riley.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira