Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2023 12:25 Bergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Stöð 2 Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Bankinn telur að hjöðnun verðbólgunnar og minni spenna í hagkerfinu sé ástæða þess að Seðlabankinn taki minna vaxtahækkunarskref en áður og ef áfram heldur sem horfir séu allgóðar líkur á að þetta verði síðasta vaxtahækkunin í bili og að hægt vaxtalækkunarferli hefjist á næsta ári. Spá Greiningar Íslandsbanka rímar við spá Hagfræðideildar Landsbankans sem greindi frá því fyrr í vikunni að hún spái 25 punkta hækkun á miðvikudag. Gangi spárnar eftir yrði hækkunin sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75 prósentum í 9,0 prósent. Vextir voru síðast svo háir árið 2010, en á síðasta vaxtaákvörðunardegi, þann 24. maí síðastliðinn, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5 í 8,75 prósent. „Við teljum að nefndin muni stíga talsvert minna hækkunarskref en í síðustu ákvörðunum vegna þess að frá vaxtaákvörðuninni í maí hafa flestar hagtölur þróast til betri vegar. Þar má helst nefna verðbólguna sem hefur hjaðnað nokkuð hratt og verðbólguhorfur hafa heldur skánað. Við síðustu vaxtaákvörðun var ársverðbólga 9,9% og hafði mælst yfir 9% í um það bil ár. Verðbólgan tók loksins að hjaðna fyrir alvöru í sumar og mælist nú 7,6% í júlímánuði að mestu vegna verðlækkana á íbúðamarkaði og minni innfluttrar verðbólgu. Útlit er fyrir enn frekari hjöðnun í ágúst samkvæmt nýrri verðbólguspá okkar í Greiningu. Einnig hefur kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda liði, hjaðnað á alla mælikvarða undanfarna mánuði. Það eru jákvæðar fréttir þar sem peningastefnunefndin horfir á þessa mælikvarða til að meta undirliggjandi verðbólguþrýsting,“ segir í greiningunni. Þá segir að ef verði af vaxtahækkun í næstu viku telji bankinn allgóðar líkur á því að nefndin láti þar við sitja og haldi vöxtum óbreyttum út árið. „Ef horfur haldast óbreyttar teljum við allgóðar líkur á að vaxtahækkunarferlinu sé lokið, en reynslan undanfarið ár kennir okkur þó að þar er ekki á vísan að róa. Við teljum að hægfara vaxtalækkunarferli muni svo hefjast á fyrri hluta næsta árs eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og hagkerfið sækir í betra jafnvægi,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. 16. ágúst 2023 13:35