Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 19:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira