Lyngby í efri hlutanum eftir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 19:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði margar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira