Foster leggur hanskana á hilluna eftir erfiða byrjun á tímabilinu Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 10:28 Foster í leik með Wrexham Vísir/Getty Ben Foster, markvörður enska D-deildar liðsins Wrexham, hefur lagt markmannshanskana á hilluna. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu en aðeins nokkrar umferð eru liðnar af ensku D-deildinni þetta tímabilið. Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands. Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Foster tók hanskana af hillunni á seinni hluta síðasta tímabilsins og átti stóran þátt í því að binda enda á veru Wrexham, sem er í eigu Hollywood stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í ensku utandeildinni. Hann ákvað síðan að taka slaginn með liðinu í ensku D-deildinni á yfirstandandi tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott. Ben Foster on his decision to retire from professional football #WxmAFC pic.twitter.com/PV0ZXOXXjz— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 21, 2023 „Í fullri hreinskilni hefur frammistaða mín hingað til á tímabilinu ekki verið á því gæðastigi sem ég ætlast til af sjálfum mér og því finnst mér rétti tímapunkturinn núna til þess að leggja hanskana á hilluna. Með þessari ákvörðun hef ég ekki aðeins til hliðsjónar það sem er best fyrir mig, heldur einnig hvað sé best fyrir félagið. Nú getur það vegið og metið kostina í stöðunni áður en félagsskiptaglugginn lokar.“ Wrexham er sem stendur í 15.sæti ensku D-deildarinnar og hefur fengið flest mörk á sig af liðum deildarinnar þegar fjórar umferðir hafa verið leiknar, alls 13 mörk. Hinn 40 ára gamli Foster leggur nú hanskana á hilluna í annað sinn og á hann að baki flottan feril með liðum á borð við Manchester United, Stoke City, Watford, Birmingham og West Bromwich Albion. Að auki lék hann átta leiki fyrir landslið Englands.
Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira