Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 16:29 Frá Bakersfield í Kaliforníu, þar sem réttarhöldin fara fram. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Daníel hefur neitað sök í málinu en hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Greint er frá réttarhöldunum á fjölmörgum bandarískum vefmiðlum. Daníel Gunnarsson er 22 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til Ridgecrest í Kaliforníu fyrir nokkrum árum og gekk Daníel í gagnfræðiskóla í bænum. „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið“ Að morgni dags 18. maí 2021 fannst Daníel í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham við hlið sér. Haft var eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News á sínum tíma að Daníel og Katie hefðu átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns þann 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegnum sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Katie saman rétt áður en hún var myrt. Þegar lögregla mætti á vettvang glæpsins voru buxur, hendur og háls Daníels útötuð í blóði. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Katie að bana. Þegar lögreglumenn spurðu hann út í áverka á höfði Katie svaraði hann: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Að mati réttarmeinafræðings var Katie stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Reyndi að svipta sig lífi með því að keyra á vegg Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að hann og Katie hefðu verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Katie bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Katie að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Katie og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Katie var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Í ágúst sama ár úrskurðaði dómari Daníel ósakhæfan. Hann var í kjölfarið fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun. Mat geðlækna stofnunarinnar var síðan lagt fyrir dóminn og var Daníel metinn sakhæfur í mars á seinasta ári. Sagður hafa snert líkið á kynferðislegan hátt Síðastliðinn mánudag hófust réttarhöld í málinu hjá héraðsdómstólnum í Kern í Bakersfield í Kaliforníu. Verjandi Daníels og fulltrúi saksóknara fluttu þá opnunarræður sínar fyrir framan kviðdóminn. Fram kom í málflutningi saksóknara að Daníel og Katie hafi byrjað að draga sig saman í apríl árið 2021. Samband þeirra var fyrst um sinn eðlilegt. „En tæpum mánuði seinna þá breyttist eitthvað. Gunnarsson og vinir hans fjarlægðu eigur Katie úr íbúðinni hans og síðan komst hann að því að annar maður hefði heimsótt Katie heim til hennar. Við það reiddist hann,“ kom fram í ræðu saksóknara. Þá kom einnig fram að daginn fyrir morðið hefði Daníel „orðið brjálaður“ og að hegðun hans hafi gefið til kynna að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. Í opnunarræðu saksóknarans kom fram að Daníel hefði stungið Katie með ísnál að minnsta kosti tíu sinnum. Vísað var í ljósmyndir á vettvangi. Þá kom fram að andlit Katie hefði verið „þakið blóði“ og sömuleiðis hafi bílskúrsgólfið verið þakið blóðslettum. Einnig kom fram að búið hefði verið að fletta upp skyrtu fórnarlambsins og toga buxurnar hennar niður fyrir hné, þar sem hún lá látin á dýnu á bílskúrsgólfinu. Föt Daníels eru sögð hafa verið þakin blóði og er hann sagður hafa „snert fórnarlambið á kynferðislegan hátt“ eftir að hún dó. Lexi Blythe, verjandi Daníels flutti einnig opnunarræðu frammi fyrir kviðdómnum. Ávarpaði hún kviðdóminn með þeim orðum að ljósmyndirnar af vettvangi glæpsins væru „ekki þægilegar að sjá“ en bætti síðan við að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi sönnunargögnin í málinu. Þá varaði hún meðlimi kviðdómsins við því að „hrapa að ályktunum“ og bætti við að „meðaumkun ætti ekki að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins.“ Sagði Daníel aldrei hafa sýnt iðrun Einn af þeim sem báru vitni í síðustu viku var Nicholas Casteel, en hann var á tímabili samfangi Daníels í Lerdo gæsluvarðhaldsfangelsinu í Kaliforníu. Við vitnaleiðslurnar var Nicholas spurður út í samtöl sem hann og Daníel áttu þegar þeir deildu klefa í fangelsinu. Sagði Nicholas að Daníel hefði sagt honum frá sambandi sínu við Katie. Sagði hann Daniel hafa tjáð sér að sambandið hefði „ekki gengið vel.“ Hann hefði farið með Katie heim til pabba síns og „misst þar stjórn á tilfinningum sínum“ og byrjað að berja hana. Að sögn Nicholas var fíkniefnaneysla Daníels ástæða þess að Katie vildi binda endi á samband þeirra. „Hann viðurkenndi ekki að hafa drepið Katie, hann viðurkenndi það einungis að hafa veitt henni alvarlega áverka,“ sagði Nicholas við vitnaleiðsluna Nicholas var einnig spurður hvort Daníel hefði sagt honum hvernig hann meiddi Katie. „Með ísnál“ svaraði Nicholas. Þá sagði Nicholas að Gunnarsson hefði aldrei sýnt vott af iðrun. Að sögn saksóknara sendi vinur Daníels honum skilaboð sama dag og Katie var myrt þar sem hann bað Daníel um að „gera ekki neitt heimskulegt.“ „Hann fann á sér að Daníel var ekki með réttu ráði.“ Umræddur vinur mun bera vitni fyrir dómnum í þessari viku. Saksóknaraembættið hefur einnig kallað vinkonu Katie til vitnis en vinkonan varð vitni að símtali á milli á Daníels og Katie daginn fyrir morðið þar sem Daníel á að hafa hreytt ókvæðisorðum í Katie. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Daníel hefur neitað sök í málinu en hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Greint er frá réttarhöldunum á fjölmörgum bandarískum vefmiðlum. Daníel Gunnarsson er 22 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til Ridgecrest í Kaliforníu fyrir nokkrum árum og gekk Daníel í gagnfræðiskóla í bænum. „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið“ Að morgni dags 18. maí 2021 fannst Daníel í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham við hlið sér. Haft var eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News á sínum tíma að Daníel og Katie hefðu átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns þann 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegnum sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Katie saman rétt áður en hún var myrt. Þegar lögregla mætti á vettvang glæpsins voru buxur, hendur og háls Daníels útötuð í blóði. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Katie að bana. Þegar lögreglumenn spurðu hann út í áverka á höfði Katie svaraði hann: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Að mati réttarmeinafræðings var Katie stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Reyndi að svipta sig lífi með því að keyra á vegg Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að hann og Katie hefðu verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Katie bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Katie að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Katie og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Katie var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Í ágúst sama ár úrskurðaði dómari Daníel ósakhæfan. Hann var í kjölfarið fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun. Mat geðlækna stofnunarinnar var síðan lagt fyrir dóminn og var Daníel metinn sakhæfur í mars á seinasta ári. Sagður hafa snert líkið á kynferðislegan hátt Síðastliðinn mánudag hófust réttarhöld í málinu hjá héraðsdómstólnum í Kern í Bakersfield í Kaliforníu. Verjandi Daníels og fulltrúi saksóknara fluttu þá opnunarræður sínar fyrir framan kviðdóminn. Fram kom í málflutningi saksóknara að Daníel og Katie hafi byrjað að draga sig saman í apríl árið 2021. Samband þeirra var fyrst um sinn eðlilegt. „En tæpum mánuði seinna þá breyttist eitthvað. Gunnarsson og vinir hans fjarlægðu eigur Katie úr íbúðinni hans og síðan komst hann að því að annar maður hefði heimsótt Katie heim til hennar. Við það reiddist hann,“ kom fram í ræðu saksóknara. Þá kom einnig fram að daginn fyrir morðið hefði Daníel „orðið brjálaður“ og að hegðun hans hafi gefið til kynna að hann væri í sjálfsvígshugleiðingum. Í opnunarræðu saksóknarans kom fram að Daníel hefði stungið Katie með ísnál að minnsta kosti tíu sinnum. Vísað var í ljósmyndir á vettvangi. Þá kom fram að andlit Katie hefði verið „þakið blóði“ og sömuleiðis hafi bílskúrsgólfið verið þakið blóðslettum. Einnig kom fram að búið hefði verið að fletta upp skyrtu fórnarlambsins og toga buxurnar hennar niður fyrir hné, þar sem hún lá látin á dýnu á bílskúrsgólfinu. Föt Daníels eru sögð hafa verið þakin blóði og er hann sagður hafa „snert fórnarlambið á kynferðislegan hátt“ eftir að hún dó. Lexi Blythe, verjandi Daníels flutti einnig opnunarræðu frammi fyrir kviðdómnum. Ávarpaði hún kviðdóminn með þeim orðum að ljósmyndirnar af vettvangi glæpsins væru „ekki þægilegar að sjá“ en bætti síðan við að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi sönnunargögnin í málinu. Þá varaði hún meðlimi kviðdómsins við því að „hrapa að ályktunum“ og bætti við að „meðaumkun ætti ekki að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins.“ Sagði Daníel aldrei hafa sýnt iðrun Einn af þeim sem báru vitni í síðustu viku var Nicholas Casteel, en hann var á tímabili samfangi Daníels í Lerdo gæsluvarðhaldsfangelsinu í Kaliforníu. Við vitnaleiðslurnar var Nicholas spurður út í samtöl sem hann og Daníel áttu þegar þeir deildu klefa í fangelsinu. Sagði Nicholas að Daníel hefði sagt honum frá sambandi sínu við Katie. Sagði hann Daniel hafa tjáð sér að sambandið hefði „ekki gengið vel.“ Hann hefði farið með Katie heim til pabba síns og „misst þar stjórn á tilfinningum sínum“ og byrjað að berja hana. Að sögn Nicholas var fíkniefnaneysla Daníels ástæða þess að Katie vildi binda endi á samband þeirra. „Hann viðurkenndi ekki að hafa drepið Katie, hann viðurkenndi það einungis að hafa veitt henni alvarlega áverka,“ sagði Nicholas við vitnaleiðsluna Nicholas var einnig spurður hvort Daníel hefði sagt honum hvernig hann meiddi Katie. „Með ísnál“ svaraði Nicholas. Þá sagði Nicholas að Gunnarsson hefði aldrei sýnt vott af iðrun. Að sögn saksóknara sendi vinur Daníels honum skilaboð sama dag og Katie var myrt þar sem hann bað Daníel um að „gera ekki neitt heimskulegt.“ „Hann fann á sér að Daníel var ekki með réttu ráði.“ Umræddur vinur mun bera vitni fyrir dómnum í þessari viku. Saksóknaraembættið hefur einnig kallað vinkonu Katie til vitnis en vinkonan varð vitni að símtali á milli á Daníels og Katie daginn fyrir morðið þar sem Daníel á að hafa hreytt ókvæðisorðum í Katie.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira