„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 22:17 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum. Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum.
Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent