Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:06 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Stöð 2 Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar. Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir. Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira