Býr sig undir að geta skákað Verstappen þegar tímapunkturinn kemur Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 17:32 Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 segist vera að undirbúa sig á þá leið að þegar hann er með rétta bílinn í höndunum, muni hann geta skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira