Gott kvöld fyrir Jamaíku í Búdapest og dramatíkin allsráðandi Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:56 Danielle Williams var sátt í lok 100 metra grindahlaupsins. Vísir/Getty Nokkuð óvænt úrslit urðu í 100 metra grindahlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í kvöld. Jamaíka nældi í fern verðlaun í keppnum kvöldsins. Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Keppnin í langstökki réðist á aðeins tveimur sentimetrum. Grikkinn Miltiadis Tentoglou stökk 8,52 metra tryggði sér sigurinn með sínu síðasta stökk upp á 8,52 metra. Fram að því hafði Wayne Pinnick frá Jamaíka verið í forystunni en hann stökk 8,50 strax í annarri umferð. Landi hans Tajay Gayle nældi í bronsið með sínu besta stökki á tímabilinu þegar hann stökk 8,27 metra. Með sigrinum hefur Tentoglou nú orðið heims-, Evrópu og Ólympíumeistari. Fyrsti heimsmeistaratitill kvöldsins er í húsi og það var dramatík í langstökki karla. Ólympíumeistarinn Militadis Tengoglu frá Grikklandi tryggði sér titilinn með þessu síðasta stökki sínu pic.twitter.com/9V6GKPLl8j— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Camryn Rogers náði í gull fyrir Kanada í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 77,22 metra en Janee´ Kassanavoid frá Bandaríkjunum varð önnur með 76,26 metra og DeAnna Price, einnig frá Bandaríkjunum, náði bronsinu þegar hún kastaði 75,41 metra í næst síðustu umferðinni. Danielle Williams kom nokkuð á óvart þegar hún tryggði sér gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi. Hún var ríkjandi heimsmeistari en flestir áttu von á að Jasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó eða Kendra Harrison frá Bandaríkjunum myndu berjast um gullið. Þær réðu hins vegar ekki við Williams þó ekki hefði munað miklu. ÉG ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU - AF ANNARRI BRAUTINNI Það verður ekki mikið naumara en einn hundraðasti úr sekúndu. Danielle Williams frá Jamaíku Tók gullið í 100 metra grindahlaupi kvenna pic.twitter.com/kCkGJCs6XT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Williams kom í mark á 12,43, Camacho-Quinn hljóð á 12,44 og Harrison á 12,46. Ótrúleg spenna og Williams fagnaði vel þegar úrslitin voru ljós. Matthew Hudson-Smith virtist ætla að tryggja sér gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Antonio Watson frá Jamaíka komst hins vegar fram úr Hudson-Smith á lokametrunum og tryggði sér gullið á tímanum 44,22. Hudson-Smith fékk silfrið á tímanum 44,31 sekúnda og Quincy Hall hljóp á 44,37 sem er hans besti tími og það dugði til að fá bronsið. Þessi endasprettur hjá Antonio Watson í 400 metra hlaupi karla er svakalegur og það er annað gull til Jamaíku pic.twitter.com/eOp9yZoXf4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 24, 2023 Í lokagrein kvöldsins vann hin hollenska Femke Bol öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi kvenna. Sigurinn var eflaust sætur fyrir Bol sem datt undir lok 4x400 metra blandaðs boðhlaups og Holland missti þá af gullinu. Shamier Little frá Bandaríkjunum varð önnur á tímanum 52,80 sekúndur og Rushell Clayton þriðja en hún kom í mark einum hundraðasta á eftir Little.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira