Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:31 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hressar á EM í fyrra. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira