Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 09:31 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hressar á EM í fyrra. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Íslenska landsliðið hækkar sig um eitt sæti úr því fimmtánda upp í það fjórtánda. Íslenska liðið hóf árið í sextánda sæti og hefur því hækkað sig um tvö sæti á árinu 2023. Íslensk landslið, karla né kvenna, hefur aldrei verið eins ofarlega á heimslista FIFA þótt að stelpurnar séu þó bara að jafna sinn besta árangur núna. Svíar, sem hækka sig um tvö sæti, eru efstar á heimslistanum en nýkrýndir heimsmeistarar Spánar ná bara upp í annað sætið. Bandaríska landsliðið dettur niður í þriðja sætið en liðið var á toppi listans fyrir heimsmeistaramótið í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Spænska liðið hækkar sig um fjögur sæti sem er glæsilegt. England og Frakkland halda bæði sætum sínum í fjórða og fimmta sæti listans. Af þjóðum á topp tíu þá hækka Holland (7. sæti) og Japan (8. sæti) sig á listanum en Þýskaland (6. sæti), Brasilía (9. sæti) og Kanada (10. sæti) eru á niðurleið sem og Ástralíu sem situr núna í ellefta sæti. Þýskaland fer niður um heil fjögur sæti og Kanada niður um þrjú sæti. Japanar fara upp um þrjú sæti. Næstu þjóðir fyrir ofan Ísland (14. sæti) eru Danmörk (12. sæti) og Noregur (13. sæti) en Ísland komst upp fyrir Kína (15. sæti) á þessum nýja lista. Fram undan hjá íslenska landsliðinu er Þjóðadeildin í haust. Ísland hefur leik í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi. #FIFAWWC 2023 has drawn to a close and the latest #FIFARanking is in! edge to sit top of the table!— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) August 25, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira