Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2023 14:01 Erlendir miðlar hafa eftir sérfræðingum að uppátæki á borð við #eggprank geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar traust barnsins á foreldrum sínum. Getty Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu. Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Svo virðist sem uppátækið hafi byrjað sem grín milli fjölskyldumeðlima og vina en það hefur nú þróast út í það að foreldrar eru að fá börn sín inn í eldhús undir því yfirskini að baka eða elda saman en bregða svo barninu með því að brjóta egg á enni þeirra. #eggcrackchallenge Aragrúa myndskeiða af þessu uppátæki má nú finna á Tik Tok og fleiri samfélagsmiðlum og viðbrögð barnanna eru misjöfn. Þau eru enda á öllum aldri en mörgum þeirra, sérstaklega yngri börnunum, verður augljóslega hverft við og stara sár eða grátandi á foreldrana á meðan þau hlægja að þeim. Sérfræðingar hafa nú stigið fram og tjáð sig um málið og þykir það í raun hið alvarlegasta. Fyrir það fyrsta geta hrá egg borið með sér salmonellu-sýkingu og þá hefur komið upp að börn hafa fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa fengið egg í andlitið í kjölfar hrekksins. Barnalæknar og sálfræðingar hafa einnig áhyggjur af sálrænum áhrifum hegðunar foreldranna gagnvart barninu. Washington Post hefur eftir Cath Knibbs, barnasálfræðingur sem hefur sérhæft sig í áhrifum tækninnar á mannlega hegðun, segir að sér hafi þótt virkilega erfitt að horfa á sum myndskeiðin. „Við erum að tala um ofbeldi í grínbúningi,“ segir Knibbs. „Mikilvægasta sambandið sem bar á er við umönnunaraðilann, hver sem hann er. Og það felur í sér trúanaðartraust; að þessi manneskja passar upp á mig. Þetta snýst ekki bara um að brjóta eggið; þetta snýst um viðbrögð foreldranna... hláturinn. Börn upplifa þetta sem niðurlægingu. Þau upplifa þetta sem trúnaðarbrot.“ Kristyn Sommer, sem er með doktorsgráðu í uppeldissálfræði, segir foreldra gleyma því valdaójafnvægi sem ríkir á milli foreldrisins og barnsins. Þá virðist þau gleyma því að athæfið geti sært barnið, bæði líkamlega og andlega. Barnalæknarnir Anandita Pal og Samira Armin gagnrýna að þarna séu foreldranir að detta í hlutverk fyrsta aðilans sem stríðir barninu. Þannig eigi það ekki að vera. Börnin þurfi að finna til líkamlegs og tilfinningalegs öryggis, sem skipti sköpum til framtíðar. „Fyrir barn sem treystir á foreldra sína hvað varðar öryggi getur saklaus brandari vakið tilfinningar um svik,“ segja þær. Viðbrögðin velti, eðlilega, að hluta til á aldri barnsins. „Ímyndaðu þér að þú biðjir ungt barn þitt að hjálpa þér í eldhúsinu og það er svo spennt að verja tíma með þér og elda saman. Skömmu síðar brýtur foreldrið egg á höfði þess.“ Þetta sé ekki bara sársaukafullt fyrir barnið heldur sé svo hlegið að því í ofanálag. The #eggcrackchallenge trend involves parents cracking eggs on the forehead of their unsuspecting children. Experts warn it models bullying behavior. https://t.co/15T9iDxZjP— The Washington Post (@washingtonpost) August 25, 2023 „Hvað læra börn af foreldrum sínum sem gera þetta?“ spyr Sue Atkins, breskur höfundur og foreldraráðgjafi. „Sjokkið getur þýtt að þau fara að vara sig í kringum foreldra sína og vantreysta þeim.“ Sérfræðingarnir benda á að uppátækið geti einnig haft afleiðingar fyrir eldri börn, jafnvel þótt þau skilji að um brandara sé að ræða, ekki síst þegar því er svo deilt á samfélagsmiðlum og allir sjá viðbrögð þeirra við hrekknum. Sumir sérfræðinganna segja erfitt að fullyrða um skaðann af einu svona atviki. „Ég veit ekki hvernig þessar fjölskyldur eru. En ef [foreldrarnir] eru reiðubúnir til að brjóta egg á höfði barnsins síns þá hafa þau ef til vill minni samkennd með börnunum sínum heldur en foreldrar sem horfa á þetta og hugsa: Þetta er einelti. Ég myndi ekki gera þetta,“ segir Knibbs.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mannréttindi Ofbeldi gegn börnum TikTok Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira