Mannúðarkrísa á Íslandi! Sema Erla Serdar, Sólveig Ásta Sigurðardóttir, Alondra Silva Muñoz, Ásdís Virk Sigtryggsdóttir og Edda Aradóttir skrifa 25. ágúst 2023 15:00 Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er statt á krossgötum. Á þessari stundu tökum við afdrifamikla ákvörðun um hvernig framtíð við viljum. Það er núna sem við ákveðum hvers konar mennsku við viljum byggja á í þessu samfélagi, hvernig við skilgreinum hvað mannvirðing og jafnrétti merkja og hver fær að tilheyra menginu “manneskja”. Á Íslandi er nú fólk á flótta sofandi á götunni. Berskjaldaðir einstaklingar eru dæmd af yfirvöldum til fátæktar og hungurs og við sem samfélag stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að við leyfum einstaklingum, sem hafa þegar þjáðst nóg, verða fyrir enn meira ofbeldi og þjáningu, í raun meiri vesæld en nokkur manneskja ætti að verða fyrir á heilli ævi. Hér fyrir neðan ber að líta stutta yfirlýsingu frá konunum þremur sem, ásamt stærri hópi fólks á flótta, voru gerðar heimilislausar á Íslandi á síðustu vikum: „Við erum konurnar þrjár sem var vísað út úr húsnæði útlendingastofnunar. 11. ágúst var myrkur dagur fyrir okkur þrjár. Í dag þurfum við að reiða okkur á aðstoð og miskunnsemi annars fólks, líkt og við séum lítil börn. Af hverju? Af því að þið hentuð okkur á götuna. Þið skylduð okkur eftir án allra bjargráða. Þið hafið bætt gráu ofan á svart fyrir okkur. Skaðinn sem þið hafið valdið er mikill og þjáningin og sárin sem fylgja aðgerðum ykkar munu taka mörg ár að gróa. Þið ætlið að senda okkur til landsins þar sem við vorum neyddar út í vændi. Við getum ekki lifað slíkt af. Við getum heldur ekki lifað af á götunni hér á Íslandi. Það eina sem við biðjum um er friður og vernd.“ Stjórnvöld, þið berið ábyrgð. Þið berið ábyrgð á meiriháttar breytingum á meðferð íslenskra yfirvalda á fólki á flótta, og það eru breytingar til hins verra. Þið hafið lögfest kerfisbundinn rasisma og útlendingaandúð á Íslandi, þið hafið gert mannréttindabrot að lögum og innleitt viðhorf sem sendir þau skilaboð til mjög afmarkaðra hóps að þau séu ekki velkomin. Þessi lög beinast helst að ákveðnum hópi fólks, þeim sem eru föst hér, þeim sem ríkið getur ekki brottvísað því enginn samþykkir að taka á móti þeim. Hvernig getið þið varið þá aðgerð að gera alla íslenska ríkisborgara siðferðislega meðseka í framkvæmd kerfisbundinna hatursglæpa? Hvernig getið þið réttlætt að neyða saklaust fólk til að lifa án húsaskjóls, matar, heilbrigðisþjónustu, öryggis og mannréttinda? Og hvað þá í ótakmarkaðan tíma? Hvernig getið þið komið svona fram við fólk? Setjið ykkur í spor þeirra sem þið beitið misrétti. Hvernig myndi ykkur líða ef þið væruð í þessum aðstæðum? Með öll ykkar forréttindi, hvernig getið þið ekki komið fram við aðrar manneskjur sem jafningja? Höfundar eiga sæti í stjórn Solaris.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun