Þriðju gullverðlaun Lyles og Duplantis vann örugglega Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 19:59 Noah Lyles gefur merki um gullin þrjú um leið og hann kemur í mark í boðhlaupinu. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis vann öruggan sigur í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Bandaríkin unnu tvöfalt í boðhlaupum kvöldsins. Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira