Fyrrum fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran skemmti sér með hópi kvenna í laxveiði á meðan hlaðvarpsstjórnandinn Sölvi Tryggvason kynnti kærustuna Esther Kaliassa fyrir fallegum náttúruperlum.
Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir lögfræðingur gengu í heilagt hjónaband um helgina. Veislan virtist hin glæsilegasta þar sem einvalalið tónlistarfólks hélt uppi stuðinu langt fram eftir kvöldi.
Árlega sumarkjóla- og freyðivínshlaupið, Prosecco hlaupið, fór fram í Elliðarárdal síðastliðinn þriðjudag. Fjöldi kvenna mætti, allflestar prúðbúnar í kjólum og hlaupaskóm með freyðandi drykki við hönd. Mikil gleði ríkti yfir dalnum af samfélagsmiðlimum. Líklegt er að freyðivínið eða sólin hafi kitlað hláturstaugar þátttakenda.
Saman á ný
Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson eru byrjuð aftur saman eftir að hafa slitið samvistum fyrr í sumar. Parið birti myndir af sér um helgina við Jökulsárlón þar sem þau fögnuðu fertugsafmæli fegurðardrottningarinnar.

Fjögurra ára sambandsafmæli
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir fagnaði fjögurra ára sambandsafmæli hennar og Benedikts Bjarnasonar í gær. Í tilefni dagsins birti hún fallega myndaseríu af parinu þar sem þau voru stödd á Ítalíu.
Ráðherra í reiðtúr
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, fór á hestbak á sólríkum degi í liðinni viku.
„Landið okkar er engu líkt, fátt betra en að upplifa það á hestbaki með góðu fólki með smá símasambands- og rafmagnsleysi, einstöku veðri, en líka þoku, smá óhöppum og ævintýrum en allir koma heilir og glaðir heim,“ skrifar Áslaug við skemmtilega myndasyrpu.
Golf í eyjum
Tónlistarkonan Birgitta Haukdal fór í vinkvennagolf í Eyjum. Þjóðhátíð er ekki það eina sem eyjan býður upp á segir Birgitta sem hefur troðið upp á stóra sviðinu um Verslunarmannahelgina oftar en einu sinni.
Þakklát á afmælisdaginn
Brynja Dan Gunnarsdóttir fagnaði 38 ára afmæli sínu um helgina.
„38 ára sjúklega þreytt en glöð stelpukind og konukrakki. Þakklát fyrir að fá að eldast og fá að gera það með fólkinu mínu,“ skrifar Brynja við myndir af sér í nýja eldhúsinu sínu með bros á vör.
Eva og hundarnir
Grínistinn Eva Ruza Miljevic birti skemmtilega mynd af sér ásamt meðlimum rappsveitarinnar XXX Rotweilerhunda.
Fyrsta hjólareiðakeppnin
Tónlistarkonan Gugusar, sem heitir Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, keppti í sinni fyrstu hjólreiðakeppni á dögunum.
Árshátíðarferð í Haukdal
Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar í LXS gerðu sér glaðan dag í liðinni viku og fóru í árshátíðarferð á Hótel Geysi í Haukadal. Stelpurnar deildu gleðinni með fylgjendum sínum á Instagram og virtist ferðin hin glæsilegast.
Klippti hárið á sér og kettinum
Leik-og tónlistarkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sló tvær flugur í einu höggi og klippti hárið á sér og feldinn á kettinum.
Smæsta einingin skírð
Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, var skírð um helgina. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug og er seinna nafnið í höfuðið á systur Hildar.
Nakin í náttúrulaug
Leikkonan Aldís Amah Hamilton birti mynd af sér að baða sig í náttúrulaug í Hvammsvík, sem henni þótti ógeðslegt. „Buknekked í náttúrulaug er jafn magnþrungið og það er ógeðslegt (því náttúrulaugar eru ógeð, ég er ofk alltaf squeaky,“ skrifar Aldís við skemmtilega myndasyrpu.
Rigningardagur
Tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði votum laugardegi gróðursins vegna.
Ísdrottningin á Ítalíu
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir nýtur sólarinnar á milli þess sem hún lærir inn á mafíustílinn umvafin ítölsku fjalllendi.
Hundafmæli
Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir fagnaði þriggja ára afmæli Coco, hundsins hennar um helgina.
Skemmtilegur sunnudagur
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, birti mynd af sér njóta veðurblíðunnar á sunnudag.