Max Verstappen með níunda sigurinn í röð og jafnaði met Sebastian Vettel Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 16:00 Max Verstappen fagnar sínum 9. sigri í röð Vísir/Getty Ekkert lát er á yfirburðum Max Verstappen í Formúlu 1 þetta árið en hann vann sinn 9. sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Zandvoort brautinni í Hollandi. Með sigrinum jafnaði hann met Þjóðverjans Sebastian Vettel yfir flesta sigra í röð. Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty
Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira