Óður til einstæðra mæðra Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 20:00 Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar