Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 12:15 Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðismanna telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýjur. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun væntanlega skýra frá ákvörðun sinni í málinu á næstu dögum. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30