Innlent

Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistu­felli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásgeir segir að aðstæður á vettvangi hafi verið þannig að ákveðið hafi verið að flytja piltinn með þyrlu.
Ásgeir segir að aðstæður á vettvangi hafi verið þannig að ákveðið hafi verið að flytja piltinn með þyrlu. Vísir/Vilhelm

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti ung­lings­strák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skóla­hópi á Kistu­felli á Vest­fjörðum í dag.

Að sögn Ás­geirs Er­lends­sonar, upp­lýsinga­full­trúa gæslunnar, var ekki um al­var­legt slys að ræða. Vegna bratt­lendis þótti ekki vit í öðru en að sækja piltinn og flytja hann flug­leiðina á Ísa­fjörð.

Pilturinn var fluttur á Ísa­fjarðar­flug­völl á öðrum tímanum í dag. Þar tóku við­bragðs­aðilar á móti honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×