Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 20:35 Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns. Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. „Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
„Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira