Enski boltinn

Sonur Jóhanns Bergs vekur at­hygli fyrir spyrnu­tækni sína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hjónin Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir ásamt börnum sínum tveimur.
Hjónin Jóhann Berg og Hólmfríður Björnsdóttir ásamt börnum sínum tveimur. Instagram@johannberggudmundsson

Breski armur íþróttamiðilsins ESPN endurbirti nýverið myndband af syni landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar þar sem drengurinn hermir nær fullkomlega eftir föður sínum að taka hornspyrnu.

Hinn 32 ára gamli Jóhann Berg spilar í dag með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og hefur gert frá árinu 2016. Fyrir fimm vikum síðan birti hann myndband af syni sínum að taka það sem virðist eiga að vera hornspyrna.

Segja má að sonurinn sé töluvert líkur föður sínum þegar kemur að því að sparka í boltann en myndbandið má sjá hér að neðan.

Í gærkvöld, mánudag, birti ESPN UK myndbandið á sínum miðlum. ESPN UK er breski armur íþróttarisans ESPN. Miðillinn er með 5,8 milljónir fylgjenda á Facebook og 1,2 milljón fylgjenda á Instagram.

Jóhann Berg fékk sínar fyrstu mínútur á tímabilinu í 1-3 tapi gegn Aston Villa um liðna helgi. Segja má að Jóhann Berg hafi nýtt tækifærið vel en hann lagði upp eina mark Burnley í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×