Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Kristinn Haukur Guðnason og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. ágúst 2023 23:00 Þorsteinn gerir frekar ráð fyrir að hlaupið komi úr vestari katlinum. Skjáskot Stöð 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum. Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38