Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir strax á 17. mínútu með marki beint úr hornspyrnu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Eva Rut Ásþórsdóttir jafnaði hins vegar metin fyrir Fylki snemma í síðari hálfleik áður en Nadía endurheimti forystu Víkinga með öðru marki sínu eftir klukkutíma leik.
Linda Líf Boama breytti stöðunni í 3-1 á 71. mínútu, en Fylkir gafst ekki upp því Eva Rut bætti við sínu öðru marki fimm mínútum síðar. Sigdís Eva Bárðardóttir gulltryggði hins vegar sigur Víkinga á 81. mínútu og um leið sæti liðsins í deild þeirra bestu.
🏆 Lengjudeildin
— Víkingur (@vikingurfc) August 29, 2023
🏆 Mjólkurbikarinn
🏆 Lengjubikarinn
ÞREFALDIR MEISTARAR!!! 🔥 pic.twitter.com/JYeAAnkC2d