Rússar halda því fram að þeim hafi tekist að skjóta niður dróna í Bryansk, Kaluga, Oryol og í Ryazan héraði en Úkraínumenn hafa í auknum mæli beitt drónum á rússnesku landsvæði. Á sama tíma gerður rússar eldflaugaárás á höfuðborgina Kænugarð og einnig drónaárásir í austurhluta Úkraínu.
Í Kænugarði létust tveir í árásunum og annar er særður að sögn borgarstjórans Vitaly Klitschko. Hann segir að rúmlega tuttugu drónar hafi verið eyðilagðir af loftvarnasveitum í borginni en árásin mun hafa verið sú víðamesta frá því í vor.
Þá halda Rússar því einnig fram að þeir hafi sökkt úkraínskum herbátum á Svartahafi þar sem tugir úkraínska sjóliða hafi farist.