Fellum niður grímuna Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:00 Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Unnur Freyja Víðisdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun