Leita allra leiða til að halda dagskrá í óveðri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. ágúst 2023 12:45 Guðlaug María menningarfulltrúi ræddi Ljósanótt og veðurhorfur. vísir Forsvarsmenn bæjarhátíðarinnar Ljósanætur í Reykjanesbæ leita nú allra leiða til að halda hátíðina samkvæmt dagskrá. Aftakaveðri er spáð næstu helgi þegar hátíðin fer fram. „Við erum að funda daglega í öryggisnefnd með öllum löggæsluaðilum, björgunarsveit og slökkviliði. Við metum stöðuna nánast frá klukkutíma til klukkutíma. Við munum gera allt sem við getum til að halda dagskrá en með þeim fyrirvara að öryggi verði tryggt,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri Ljósanætur. Útlit er fyrir að mikið óveður skelli á aðfararnótt laugardags. Staðan á laugardagsmorgun.veðurstofan „Við erum búin að gera ráðstafanir á föstudagskvöldið þegar útitónleikar áttu að vera með kjötsúpu. Við erum að vinna að því að færa þá tónleika inn í gamla slippinn við smábátahöfnina.“ Laugardagurinn er því enn á sömu dagskrá, þangað til annað kemur í ljós. „Þetta snýst um hvort við getum komið sviðinu upp fyrir veðri. En við höfum oft fengið svipaða spá fyrir utan þennan hvell.“ Ekki komi til greina að færa hátíðina um helgi, segir Guðlaug. „Þetta er pínu eins og jólin. Það eru allir að taka þátt, fyrirtæki, verslanir, veitingastaðir, alls kyns íbúaverkefni. Það yrði ógerningur að færa þetta. Þetta er orðin það stór hátíð að það er ekki að fara að gerast. Jólin koma þótt þú sért ekki búinn að skúra heima hjá þér,“ segir Guðlaug sem ítrekar að öll áhersla sé nú lögð á að tryggja öryggi gesta. Reykjanesbær Ljósanótt Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um helgina Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land. 30. ágúst 2023 11:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Við erum að funda daglega í öryggisnefnd með öllum löggæsluaðilum, björgunarsveit og slökkviliði. Við metum stöðuna nánast frá klukkutíma til klukkutíma. Við munum gera allt sem við getum til að halda dagskrá en með þeim fyrirvara að öryggi verði tryggt,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi og verkefnastjóri Ljósanætur. Útlit er fyrir að mikið óveður skelli á aðfararnótt laugardags. Staðan á laugardagsmorgun.veðurstofan „Við erum búin að gera ráðstafanir á föstudagskvöldið þegar útitónleikar áttu að vera með kjötsúpu. Við erum að vinna að því að færa þá tónleika inn í gamla slippinn við smábátahöfnina.“ Laugardagurinn er því enn á sömu dagskrá, þangað til annað kemur í ljós. „Þetta snýst um hvort við getum komið sviðinu upp fyrir veðri. En við höfum oft fengið svipaða spá fyrir utan þennan hvell.“ Ekki komi til greina að færa hátíðina um helgi, segir Guðlaug. „Þetta er pínu eins og jólin. Það eru allir að taka þátt, fyrirtæki, verslanir, veitingastaðir, alls kyns íbúaverkefni. Það yrði ógerningur að færa þetta. Þetta er orðin það stór hátíð að það er ekki að fara að gerast. Jólin koma þótt þú sért ekki búinn að skúra heima hjá þér,“ segir Guðlaug sem ítrekar að öll áhersla sé nú lögð á að tryggja öryggi gesta.
Reykjanesbær Ljósanótt Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um helgina Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land. 30. ágúst 2023 11:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Gul viðvörun um helgina Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land. 30. ágúst 2023 11:15