Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12. Vísir

Hugsanlegt er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á slaginu tólf.

Innviðaráðherra segir að ný húsnæðisstefna geri ráð fyrir tæplega þrjúsund nýjum íbúðum fyrir hina tekjulágu. Það hins vegar ekki nóg að opinberir aðilar bregist við vaxandi þörf á húsnæðismarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins þurfi líka að leggjast á árarnar. Húsnæðisþing fór fram í morgun.

Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu um viðskiptabankanna koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. Formaður neytendasamtakanna segir hins vegar ljóst að samkeppni sé ekki næg á bankamarkaði og skorar á stjórnendur bankanna að bregðast við skýrslunni.

Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Við ræðum við sóttvarnalækni.

Þá heyrum við í þjálfara og fyrirliða Breiðabliks sem spila stærsta leik í sögu félagsins á morgun á Kópavogsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×