Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 30. ágúst 2023 13:43 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og var hún hífð þaðan upp næstum því þremur mánuðu eftir að slysið átti sér stað í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira