Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 14:03 Frá hvalskurði hjá Hvali hf. í Hvalfirði. Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Svandís stöðvaði sem kunnugt er hvalveiðar í sumar með frestun til 1. september sem ber upp á föstudaginn. Ráðherra hefur verið þögul um hvað taki við varðandi hvalveiðar. Hún sagði í júní spurningu uppi hvort atvinnugreinin ætti sér yfir höfuð framtíð. Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar sem skilað var til ráðherra í maí var niðurstaðan sú að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Fagráði um velferð dýra var í framhaldinu falið að meta hvort veiðarnar gætu yfirhöfuð uppfyllt markmið laganna. Fagráðið skilaði áliti þann 19. júní en niðurstaða þess var að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki lögunum. Í ljósi þeirrar niðurstöðu ákvað Svandís að fresta upphafi hvalveiðivertíðar til 1. september svo ráðrúm gæfist til þess að kanna hvort unnt sé að tryggja að veiðarnar geti farið fram í samræmi við ákvæði laganna. „Ég hef tekið ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í ljósi afdráttarlauss álits fagráðs um velferð dýra,” sagði matvælaráðherra við ákvörðun sína þann 20. júní. „Skilyrði laga um velferð dýra eru ófrávíkjanleg í mínum huga, geti stjórnvöld og leyfishafar ekki tryggt kröfur um velferð á þessi starfsemi sér ekki framtíð.“ Ráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem var falið að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Henry Alexander Henrysson, talsmaður fagráðs um velferð dýra, sagði niðurstöðu starfshópsins í takt við það sem hann bjóst við. Fjórir kurteisir embættismenn að fara yfir tillögur Hvals hf. Skýrslan svari spurningum ekki betur en áður hafði verið gert hvort hægt sé að tryggja mannlega aflífun stórhvela við veiðar. Því telur hann ólíklegt að hægt sé að gefa grænt ljós á veiði stórhvela á föstudag. Málið er eitt stærsta átakamálið innan ríkisstjórnarinnar um þessar mundir og birtist skoðanamunurinn skýrt í ályktunum á flokksráðsfundinum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Ölfus hafa talað fyrir vantrauststillögu á matvælaráðherra komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði veiðunum í júní. Ljóst er að Kristján Loftsson og félagar hjá Hval hf. gera ráð fyrir að vertíðin hefjist á föstudag. Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í gær. Hvað verður kemur í ljós að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Vísir verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum á morgun þegar Svandís kynnir ákvörðun sína.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Múlaþing Dýraheilbrigði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira