Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 16:37 Curver (til vinstri) og Einar í góðum gír eftir að búið var að finna út úr stóra hátalaravíramálinu, ef svo má að orði komast. Cuver Thoroddsen Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“ Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“
Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira