Hollywood-stjörnur hóta sniðgöngu verði hvalveiðar leyfðar á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2023 19:01 Talið frá vinstri og réttsælis eru: Leonardo DiCaprio, Piper Perabo, Eric Christian Olsen, Jason Momoa, Hillary Swank, Amy Smart, Bonnie Wright, Madelaine Petsch, Drew Fitzgerald og Maya Penn. Vísir/Sara Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands. Stórstjörnurnar Leonardo DiCaprio, Jason Momoa og nú Hillary Swank hvetja íslensk stjórnvöld til þess að láta af hvalveiðum til frambúðar. Nú síðast í bréfi sem fjöldi leikara, framleiðenda og umhverfissinna hafa skrifað undir sem starfa í Hollywood. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir bréfið eru Momoa og Swank en einnig Shailene Woodley, Piper Perabo, Amy Smart, Amber Valleta, Eric Christian Olsen og fleiri en alls eru undirskriftirnar þegar fréttin er birt 28. Gert er ráð fyrir að fleiri bætist við næstu daga. Matvælaráðherra kynnir á morgun ákvörðun sína um áframhaldandi veiðar og í bréfinu, sem sent var á hana í morgun, er bent á að árlega fjárfesti erlendir aðilar allt að 150 milljónum Bandaríkjadala í kvikmyndaverkefni hér á landi. Það samsvarar um nítján milljörðum íslenskra króna. Verði veiðar leyfðar á ný segjast þessir aðilar ekki ætla að koma hingað með verkefni sín, eða peninga. Meðal þeirra sem standa að bréfinu eru þau Micah Garen og Anahita Babaei sem hafa verið hér í rúmt ár við gerð heimildarmyndar um hvalveiðar „Eftir að hafa verið hér í einhvern tíma urðum við svo einnig hluti af hópi sem vinnur sameiginlega að því að stöðva hvalveiðar til frambúðar,“ segir Micah og að margir í Hollywood hafi miklar áhyggjur af stöðunni hér hvað varðar hvalveiðar og bendir á að í Bandaríkjunum séu veiðarnar bannaðar því dýrin séu í útrýmingarhættu. Anahita segir þau enn vongóð um að ráðherra taki ákvörðun um að banna hvalveiðarnar. Anahita og Micah vonast til þess að Svandís taki aðra hugrakka ákvörðun á morgun og stöðvi hvalveiðar til frambúðar. Vísir/Einar „Það voru svo góðar fréttirnar sem við fengum í byrjun júní frá Svandísi. Augu allra eru á Íslandi og margir sem fögnuðu þessari ákvörðun höfðu enga hugmynd um að þær gætu hafist á ný núna,“ segir hún og að hún eigi von á hörðum viðbrögðum frá Hollywood og öðrum iðnaði eins og ferðamannaiðnaði verði veiðar leyfðar á ný. „Öll ímynd Íslands er undir og við vonum öll að Svandís taki aðra hugrakka ákvörðun um að banna hvalveiðar. Við erum vongóð og vinnum að þessu markmiði þangað til það næst.“ Langreyðarnar mikilvægar heilbrigði hafsins Micah bendir á að málið verði einnig að skoða í stærra samhengi. Það sé loftslagskrísa og að margar tegundir dýra séu í hættu. „Plánetan er í miklum vandræðum og langreyðar skipta miklu máli fyrir líffræðilegan fjölbreytileika í hafinu. Auk þess sem þær skipta miklu máli fyrir heilbrigði hafsins og loftslagskrísuna,“ segir hann og að með ákvörðuninni sem var tekin í júní hafi það einnig verið staðfest að hvalirnir eigi tilverurétt samkvæmt íslenskum dýravelferðarlögum. „Það ætti ekki því að veiða hvalina. Orðsporsáhættan sem er tekin með því að gera það er svakaleg. Kjötið er svo varla borðað á Íslandi og selt til Japan. Auk þess sem Kristján Loftsson tapar milljónum á veiðunum árlega. Það er ekkert vit í þessu, og sérstaklega ef við hugsum til þess að í húfi eru 150 milljónir í kvikmyndaiðnaðinum.“ Micah segir ekki einungis erlenda aðila standa að þessu átaki. „Það vill þetta enginn. Enginn hér á landi og enginn erlendis,“ segir Micah og Anahita tekur undir það. „Þetta er allt að gerast mjög hratt en það sem fólk þarf að hafa í huga er orðsporsáhættan. Þótt svo að það finnist lausn í málinu á næstu mánuðum þá er skaðinn skeður og Íslendingar geta þurft að takast á við það í langan tíma.“ Mikið undir í kvikmyndaiðnaði á Íslandi Baltasar Kormákur segir marga í kvikmyndaiðnaði á Íslandi hafa áhyggjur. „Þetta er áhyggjuefni. Að þetta sé komið á þennan stað og það yrði skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef þetta yrði til þess að verkefnin kæmu ekki hingað.“ Hann segir upphæðina sem nefnda er í bréfinu raunhæfa og jafnvel geta verið hærri. „Það hafa verið verkefni hérna, eins og True Detective, sem voru hátt í þessa upphæð. Þannig ég held að það séu jafnvel hærri upphæðir í framtíðinni sem er verið að taka áhættu með,“ segir hann og að um sé að ræða tekjur sem fara inn í atvinnulífið beint og óbeint. Baltasar Kormákur segir marga hafa áhyggjur af sniðgöngu Hollywood-leikara hér á landi. Það séu verulegar fjárhæðir í húfi. Vísir/Einar „Það er mikið undir og það er búin að vera mikil innviðauppbygging í bransanum sem gæti skaðast af þessu. Menn hafa verið að byggja til framtíðar í þessum bransa.“ Mikill hiti í Hollywood Hann segist reglulega heyra af áhyggjum fólks að utan. „Þetta er ekkert nýtt af nálinni en það er ákveðinn fókus á þessu núna út af þessu tímabundna banni. Það er mikill hiti og ég hef meira að segja átt samtal við Dicaprio um þetta,“ segir Baltasar og að hans mati sé skoðun DiCaprio einlæg. „Þetta er vel gefinn og vel hugsandi maður og það er erfitt að verja þetta. Sérstaklega með það í huga að minni hagsmunir eru í veði fyrir meiri.“ Hann segir að þegar stórstjörnur á borð við DiCaprio, Momoa og Swank blandi sér í svona mál geti það haft mikil áhrif. „Þetta getur sett af stað keðju. Dicaprio og Momoa hafa feikilega mikil áhrif. Þeir hafa marga fylgjendur og það eru fleiri stjörnur sem munu fylgja þeim. Ég held að við verðum að taka þessu bréfi alvarlega. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur sem erum í þessum bransa.“ Drukknum í blóðdrullupolli Spurður hvað honum finnst persónulega um hvalveiðarnar segir Baltasar ákveðinn að honum finnist þær mikil tímaskekkja. „Þetta tilheyrir fortíðinni og er ákveðið „Bjarts í Sumarhúsum“ heilkenni sem við virðumst vera haldin. Að við ætlum að falla á þetta sverð og drukkna í þessum blóðdrullupolli frekar en að horfa til framtíðar. Það er verið að leggja iðnað að veði, ferðamannabransann, kvikmyndabransann og orðspor Íslands, fyrir ekki meiri hagsmuni.“ Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. 30. ágúst 2023 14:03 Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. 30. ágúst 2023 06:48 Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Stórstjörnurnar Leonardo DiCaprio, Jason Momoa og nú Hillary Swank hvetja íslensk stjórnvöld til þess að láta af hvalveiðum til frambúðar. Nú síðast í bréfi sem fjöldi leikara, framleiðenda og umhverfissinna hafa skrifað undir sem starfa í Hollywood. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir bréfið eru Momoa og Swank en einnig Shailene Woodley, Piper Perabo, Amy Smart, Amber Valleta, Eric Christian Olsen og fleiri en alls eru undirskriftirnar þegar fréttin er birt 28. Gert er ráð fyrir að fleiri bætist við næstu daga. Matvælaráðherra kynnir á morgun ákvörðun sína um áframhaldandi veiðar og í bréfinu, sem sent var á hana í morgun, er bent á að árlega fjárfesti erlendir aðilar allt að 150 milljónum Bandaríkjadala í kvikmyndaverkefni hér á landi. Það samsvarar um nítján milljörðum íslenskra króna. Verði veiðar leyfðar á ný segjast þessir aðilar ekki ætla að koma hingað með verkefni sín, eða peninga. Meðal þeirra sem standa að bréfinu eru þau Micah Garen og Anahita Babaei sem hafa verið hér í rúmt ár við gerð heimildarmyndar um hvalveiðar „Eftir að hafa verið hér í einhvern tíma urðum við svo einnig hluti af hópi sem vinnur sameiginlega að því að stöðva hvalveiðar til frambúðar,“ segir Micah og að margir í Hollywood hafi miklar áhyggjur af stöðunni hér hvað varðar hvalveiðar og bendir á að í Bandaríkjunum séu veiðarnar bannaðar því dýrin séu í útrýmingarhættu. Anahita segir þau enn vongóð um að ráðherra taki ákvörðun um að banna hvalveiðarnar. Anahita og Micah vonast til þess að Svandís taki aðra hugrakka ákvörðun á morgun og stöðvi hvalveiðar til frambúðar. Vísir/Einar „Það voru svo góðar fréttirnar sem við fengum í byrjun júní frá Svandísi. Augu allra eru á Íslandi og margir sem fögnuðu þessari ákvörðun höfðu enga hugmynd um að þær gætu hafist á ný núna,“ segir hún og að hún eigi von á hörðum viðbrögðum frá Hollywood og öðrum iðnaði eins og ferðamannaiðnaði verði veiðar leyfðar á ný. „Öll ímynd Íslands er undir og við vonum öll að Svandís taki aðra hugrakka ákvörðun um að banna hvalveiðar. Við erum vongóð og vinnum að þessu markmiði þangað til það næst.“ Langreyðarnar mikilvægar heilbrigði hafsins Micah bendir á að málið verði einnig að skoða í stærra samhengi. Það sé loftslagskrísa og að margar tegundir dýra séu í hættu. „Plánetan er í miklum vandræðum og langreyðar skipta miklu máli fyrir líffræðilegan fjölbreytileika í hafinu. Auk þess sem þær skipta miklu máli fyrir heilbrigði hafsins og loftslagskrísuna,“ segir hann og að með ákvörðuninni sem var tekin í júní hafi það einnig verið staðfest að hvalirnir eigi tilverurétt samkvæmt íslenskum dýravelferðarlögum. „Það ætti ekki því að veiða hvalina. Orðsporsáhættan sem er tekin með því að gera það er svakaleg. Kjötið er svo varla borðað á Íslandi og selt til Japan. Auk þess sem Kristján Loftsson tapar milljónum á veiðunum árlega. Það er ekkert vit í þessu, og sérstaklega ef við hugsum til þess að í húfi eru 150 milljónir í kvikmyndaiðnaðinum.“ Micah segir ekki einungis erlenda aðila standa að þessu átaki. „Það vill þetta enginn. Enginn hér á landi og enginn erlendis,“ segir Micah og Anahita tekur undir það. „Þetta er allt að gerast mjög hratt en það sem fólk þarf að hafa í huga er orðsporsáhættan. Þótt svo að það finnist lausn í málinu á næstu mánuðum þá er skaðinn skeður og Íslendingar geta þurft að takast á við það í langan tíma.“ Mikið undir í kvikmyndaiðnaði á Íslandi Baltasar Kormákur segir marga í kvikmyndaiðnaði á Íslandi hafa áhyggjur. „Þetta er áhyggjuefni. Að þetta sé komið á þennan stað og það yrði skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef þetta yrði til þess að verkefnin kæmu ekki hingað.“ Hann segir upphæðina sem nefnda er í bréfinu raunhæfa og jafnvel geta verið hærri. „Það hafa verið verkefni hérna, eins og True Detective, sem voru hátt í þessa upphæð. Þannig ég held að það séu jafnvel hærri upphæðir í framtíðinni sem er verið að taka áhættu með,“ segir hann og að um sé að ræða tekjur sem fara inn í atvinnulífið beint og óbeint. Baltasar Kormákur segir marga hafa áhyggjur af sniðgöngu Hollywood-leikara hér á landi. Það séu verulegar fjárhæðir í húfi. Vísir/Einar „Það er mikið undir og það er búin að vera mikil innviðauppbygging í bransanum sem gæti skaðast af þessu. Menn hafa verið að byggja til framtíðar í þessum bransa.“ Mikill hiti í Hollywood Hann segist reglulega heyra af áhyggjum fólks að utan. „Þetta er ekkert nýtt af nálinni en það er ákveðinn fókus á þessu núna út af þessu tímabundna banni. Það er mikill hiti og ég hef meira að segja átt samtal við Dicaprio um þetta,“ segir Baltasar og að hans mati sé skoðun DiCaprio einlæg. „Þetta er vel gefinn og vel hugsandi maður og það er erfitt að verja þetta. Sérstaklega með það í huga að minni hagsmunir eru í veði fyrir meiri.“ Hann segir að þegar stórstjörnur á borð við DiCaprio, Momoa og Swank blandi sér í svona mál geti það haft mikil áhrif. „Þetta getur sett af stað keðju. Dicaprio og Momoa hafa feikilega mikil áhrif. Þeir hafa marga fylgjendur og það eru fleiri stjörnur sem munu fylgja þeim. Ég held að við verðum að taka þessu bréfi alvarlega. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur sem erum í þessum bransa.“ Drukknum í blóðdrullupolli Spurður hvað honum finnst persónulega um hvalveiðarnar segir Baltasar ákveðinn að honum finnist þær mikil tímaskekkja. „Þetta tilheyrir fortíðinni og er ákveðið „Bjarts í Sumarhúsum“ heilkenni sem við virðumst vera haldin. Að við ætlum að falla á þetta sverð og drukkna í þessum blóðdrullupolli frekar en að horfa til framtíðar. Það er verið að leggja iðnað að veði, ferðamannabransann, kvikmyndabransann og orðspor Íslands, fyrir ekki meiri hagsmuni.“
Hvalveiðar Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. 30. ágúst 2023 14:03 Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. 30. ágúst 2023 06:48 Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum. 30. ágúst 2023 14:03
Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. 30. ágúst 2023 06:48
Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55
DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. 29. ágúst 2023 09:02
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03