Hinn 27 ára gamli Amrabat hefur verið skotmark Man United í allt sumar. Um er að ræða djúpan miðjumann sem spilar í dag með Fiorentina á Ítalíu en hefur áður spilað í Holland og Belgíu. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki fyrir Marokkó.
Þrátt fyrir að orðrómar hafi verið á kreiki um áhuga Man United á leikmanninum í allt sumar þá hefur aldrei heyrst af tilboði, það er fyrr en nú. Um er að ræða lánstilboð með möguleika á kaupum næsta sumar.
Tilboðið hljóðaði svo að Man United myndi borga eina milljón evra nú og aðra eftir áramót. Félagið gæti þó rift lánssamningnum í janúar og því væri Fiorentina aðeins öruggt með eina milljón evra. Það taldi ítalska félagið óásættanlegt og ákvað að neita tilboðinu.
Detail of the #MUFC loan offer for Amrabat: 2m payable in two 1m instalments. But a break clause, effective in January, would come prior to 2nd instalment. As such only a derisory 1m would be guaranteed. Fiorentina understandably rejected it https://t.co/fzsIVE5m8E
— James Horncastle (@JamesHorncastle) August 30, 2023
Fiorentina hefur sett 35 milljón evra (5 milljarða íslenskra króna) verðmiða á leikmanninn. Talið er líklegt að félögin haldi áfram að ræða sín á milli en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar þann 1. september næstkomandi og tíminn því naumur.